Stjörnur - 01.05.1950, Qupperneq 40
máttfarinn og hitinn var mikill
ennþá, en nú hafði hann fengið
rænuna aftur.
— Mér þætti væntum, að þú
hringdir til Aronsen fyrir mig,
Edith, sagði hann. Aronson var
kvikmyndaleikstjórinn, sem hann
vann hjá.
— Viltu segja honum það, sem
Martin læknir sagði.
— Já, Frank. Hana langaði til
að ganga að rúminu, leggjast á
hné við stokkinn, vefja örmunum
um hann og gráta. Ef hjúkrunar-
konan hefði ekki verið þarna við-
stödd, þá hefði hún líklega gert
það . . .
— Og' ... hann hikaði, — biðja
leikstjórann að koma boðunum á-
fram til Betty Tyler. Viltu gera
svo vel að gera það?
Þegar hún kom ofan, greip hún
símann. Henni fannst heyrnartól-
ið eins og ís viðkomu.
— Var það Betty Tyler?
Hún lagði frá sér heyrnartólið
án þess að hringja og fór að blaða
í bókum mannsins síns, með
myndum af ýmsum leikurum. I
einni þeirra fann hún mynd af
Betty Tyler. Það var brosandi
andlit, ljómandi laglegt, með blíð
augu — andlit, sem henni fannst
hún kannast svo vel við. Og allt
í einu skildi hún, f^versvegna
henni fannst andlitið svo kunnug-
legt — það var svo líkt henni
sjálfri, þegar hún var um tvítugt.
Hún starði á það um stund og svo
missti hún bókina.
Þetta var þá engin stundarást.
Ef Betty hefði verið venjuleg, lag-
leg stúlka, þá hefði hún huggað
sig við það. En þarna hafði Frank
fundið endumýjaða útgáfu af
konunni sinni. Betty Tyler gat
endurnýjað ástareldinn gamla, frá
því fyrir sextán árum.
— Hún símaði ekki. I staðinn
bað hún bílstjóra að aka með sig
í kvikmyndaskálann. Þetta var
hugboð, en hún gerði sér alls ekki
ljóst, hvað hún ætlaði að gera.
Þegar hún kom að kvikmynda-
skálanum varð hún að bíða um
stund eftir að fá samtal við Aron-
sen, en loks kom hann fram í bið-
stofuna.
— Það var leiðinlegt að Frank
skyldi verða veikur, sagði hann
um leið og hann tók í hendina á
henni. En segið þér honum, að
hann skuli ekki gera sér neinar
áhyggjur út af myndinni, sem
við erum að leika, hún skiptir
ekki miklu máli, og það er ekki
nauðsynlegt, að Frank sé með í
henni. Eg hef fengið Keith Russel
til þess að taka við hlutverkinu
hans. Frank hefur ekki leikið
nema tvö atriði, svo að það kostar
ekki mikið að taka þau upp aftur.
Við ætlum einmitt að fara að gera
það núna — langar yður að horfa
á það?
Hann hafði klappað henni á
40 STJÖRNUR