Stjörnur - 01.05.1950, Blaðsíða 14

Stjörnur - 01.05.1950, Blaðsíða 14
Við verðum að ná í góðan lækni, þar sem einvíginu líkur ekki fyrr en annar hvor er hættulega særð- ur. Við verðum líka að velja stað- inn, helzt sem næst einhverju húsi, svo hægt sé, ef þörf gerizt, að bera hinn særða þar inn. Við höfum áreiðanlega nóg að gera næstu tvær til þrjár klukkustund- irnar. — Þökk, gat Signoles aftur stunið upp. — Eruð bér rólegur, og vel hraustur, spurði Bourdin. — Jú, þakka yður fyrir, full- komlega rólegur. Þegar Signoles var orðinn einn, fannst honum hann vera að missa vitið. Þjóninn hafði hann látið kveikja á lampanum, og hann sett- ist við skrifborðið til að skrifa erfðaskrá sína. En þegar hann var búinn að skrifa: „Erfðaskrá mín ..stóð hann á fætur og hratt fi'á sér stólnum. Honum fannst hann ekki geta hugsað tvær setn- ingar í samhengi, eða tekið á- kvörðun um nokkurn hlut. Það var þá satt. Hann átti að heyja einvígi. Nú gat hann ekki lengur komizt hjá því. Hvað gekk að honum? Hann vildi berjast; en þrátt fyrir það fannst honum, að þó hann væri allur af vilja gerður, hefði hann ekki mátt til að kom- ast á hólmgöngustaðinn. Hann tók bók sem fjallaði um einvígi og ætlaði að lesa. En áður en hann opnaði bókina spurði hann sjálfan sig: — Ætli mótstöðumaður minn hafi lært að skjóta? Er hann þekkt skytta? Hvernig á ég að fá að vita bað? Honum datt í hug bók eftir barón de Vaul, um frægar skytt- ur. Hann blaðaði í henni um stund. George Lamil var ekki nefndur þar á nafn. En þrátt fyr- ir það mundi Lamil ekki hafa, samþykkt skammbyssu, ef hann væri ekki góð skytta. Hann tók skammbyssukassann sinn og setti hann á borðið, tók eina skammbyssuna úr honum, rétti út handlegginn og miðaði, en skalf svo mikið að hann gat ekki náð sigtinu. — Þetta er ómögulegt, sagði hann við sjálfan sig. Ef ég verð í þessu ástandi get ég ekki háð ein- vígið. Hann starði inn í byssuhlaupið, þetta litla svarta op, sem, þó lítið væri, gat spúð banvænu skeyti. Og hann hugsaði um vansæmdina, slúðrið í klúbbnum, hláturinn í samkvæmunum, lítilsvirðingu kvenfólksins, glósur blaðanna, og móðganirnar, sem jafnvel hug- leysingjarnir mundu sýna honum. Hann stóð og horfði á byssuna; ósjálfrátt spennti hann gikkinn, en tók þá eftir því að hún var 14 STJÖRNUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Stjörnur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.