Stjörnur - 01.05.1950, Side 50

Stjörnur - 01.05.1950, Side 50
Framh. af síðu 44. — Mér þykir svo vænt um að heyra þetta, Frank. Ó, ég er svo glöð! Mér hefur liðið illa í marga daga útaf tilhugsuninni um það, sem ég yrði að segja þér .. . Það var skrítið, að við skyldum bæði vakna af vímunni samtímis. —- Já, en það er enn skrítnara en þú heldur, Betty. Þegar við sjáumst næst, skal ég segja þér það — og svo minnust við aldrei á betta framar. — Aldrei. Við verðum bara góð- ir vinir áfram. — Beztu vinir, Betty. Við höf- um verið á barmi fordæmingar- innar, en björguðumst á síðustu stundu. Þegar hann hafði hringt af, fór hann út að glugganum, að gá að Edith og börnunum. Það var farið að snjóa aftur — mjöllin breiddist eins og hvítur feldur fyrir framan húsið. ☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆ Framh. af síðu 2. vildi taka á móti okkur. Sjálfur cr hann oftast á sjó. Hann er nú á togara, sem veiðir í Englandshafi. Ég bý nú með öldruðum föður mínum. Ekkjumaður á líkum aldri og ég er, hef- ur beðið mig að taka við heimili sínu, og þar gæti faðir minn einnig búið. í'.g veit að þessi maður vill giftast mér, er fram líða stundir. í'g veit að þetta er gæðamað- ur. En hinn — faðir telpunnar minnar — hef ég elskað. — Geri ég það enn? Verður mcr kannski ljóst, að ég geri það ekki, ef ég fer til hans? Hefur hann reynzt mér eins og sannur gentlemaður? Myndi sant- búð mín og tengdamóðurinnar fara vel? Svona get ég spurt endalaust. — Móðir. ☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆ snerting líkama þeirra í áflogunum, varð hatri hennar yfirsterkari — og gerði hana máttlausa í örmum hans. Og' um leið náðu sömu kenndir yfirtökum hjá Sam. Hinn tryllti leikur og vald hins sterka gerði sigurvegarann mildann og auðmjúkan gagnvart hinni yfirunnu konu, sem var máttvana, ein og óhamingjusöm og þarfnaðist hans. Hugur hans fylltist heitri gleði og óseganlegri sterkri þrá til að vera henni góður. — Martha! Martha! Hann kyssti hana og hún gekk til móts við hann í heitum atlotum. Vopnið féll úr hendi henni niður í eldinn, og snöggvast gaus upp neistaflug, síðustu leyfar eldsins, sem var að kulna. En þau veittu því eng'a athygli, þau heyrðu ekki lengur skarkara borgarinnar, þau hugsuðu ekki lengur um völd eða fé, allt sem hafði verið og skeð hin horfnu ár, var gleymt. Framh. í næsta hefti. 50 STJÖRNUR

x

Stjörnur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.