Stjörnur - 01.05.1950, Side 52
slóÖu við skrifborðið og biðu átakta í óg-
udeg'um spenningi. Er við höfðum beðið
þarna nokkra lirtð, kvað við ógurlegt högg
fyrir norðan gaflinn, og var það svo vel
útilátið að allt riðaði við, og stúlkan, sem
stóð við skrifborðið hafði nú enga stjórn
á sér Tengur, itún hentist yfir stallsystur
sína á rúminu, sem var við lítið betri
heilsu. Okkur er líka næst að halcia að
herrarnir hafi haft heidur háan blóð-
þrýsting eftir því sem útlitið lienti til, því
þeir voru heldur „bolsalegir" á litinn. í
kjölfar þessa höggs fylgdu tvö önnttr,
heldur minni og svona gekk það öðru
hvoru með mismunandi millibili til kl. 12.
T>ó urðu lætin aldrei eins mögnuð og áð-
ur en við þremenningarnir komum inn,
en eftir því sem hinn pilturinn sagði,
byrjuðu þau kl. 10,30.
Eftir að höggin hættu tók annar strák-
urinn til að þylja fyrir okkttr allar drauga-
sögttr, sem hann kunni og jók það frekar
á ótta okkar heldur en hitt. Mikið töluð-
um við um að fara út bakdyramegin og
athuga hvort httrðir væru ekki lokaðar
eða hvort nokktir vegsummerki sæust. En
eftir nokkurt þóf gáfust við alveg upp
við það, með þvi líka að alveg var raf-
magnslaust og við höfðttm aðeins ljós á
litlu kerti og okkur óx í augum að fara
með það niður, þar sem súgur — eða önn-
ur máttarvöld — gátu attðveldlega slökkt
á því. Okkttr þótti líka ósennilegt að um
hurðarskelli væri að ræða, þar sent lognið
var og veður hið blíðasta.
Við sátum þarna uppi til kl. 12,30, án
jtess að nokkuð skeði og við vorum búin
;tð endurheimta töluvert af hugrekki okk-
ar. Við stelpurnar fórum því niður í hátt-
inn, en létum þá herrana ttm að sofa í
sinu „draugaherbergi" eina. — Eftir að
við höfðum háttað tókum við til að rita
í dagbækur okkar atbttrði hins liðna dags,
en ekki höfðurn við skrifað lengi þegar
„djöfsi" fór afttir á kreik kl. 1. Við heyrð-
um gtenilega niður í suðurenda hússins að
hann barði fimm högg, á sama stað og
áður, en eftir það datt allt f dúnalogn og
við sofnuðttm vært og sváfum til morg-
ttns.
Morguninn eftir fcngum við staðfest-
ingu á höggunum um eittleytið, þar sem
strákarnir höfðu líka heyrt þau. Ennfrem-
ttr vaknaði kona nokkur við barsmíð og
högg kl. 4 um nóttina, kvað svo rammt að
því að ljósið á borðinu við rúm hennar
titraði. Vakti hún bónda sinn og tjáði
honum hræðslu sína. Hann heyrði högg-
in, en taldi þar hurðina sæltt vera að verki.
og þar við sat.
Það skal tekið frarn, að þau vissu ekkert
tun lætin kvöldið áður. Það kom í ljós
þegar að var g.ætt, að allar hurðir höfðu
verið lokaðar, svo að um hurðarskelli var
ekki að ræða. Enda fundum við það út
að skella þurfti útidyrahurðinni af afli til
að fá þessi sömu hljóð, og sama góða
veðrið hélzt alla nóttina.
Enga skýringu höfum við fengið á þess-
um atburðum aðra en þá, að daginn eftir
kom maður hér á bæinn, og hefur lengi
leikið sá orðrómur á að eitthvað „ó-
hreinnt" væri á ferðinni á undan honum,
og töldum við það vera svo f þetta skipti.
Hvað haldið þið lesendttr góðir?
Tvær hækkandi ,,stjömur“ sem
hröpuðu af ótta!
ít\Vir'£?:írt!r5!riír'£ri?'6ö*'s5rí"A'<r'6£,ir
— Hvað er það bezta, sem menn geta
eignazt? spurði eitt sinn gamall heim-
spekingur lærisveina sína.
En svör þeirra voru:
Frá þeim fyrsta: „Lífsgleði".
Öðrum: „Sannan vin."
Og þriðja: „Gott hjarta".
— Rétt segir þú, sagði heimspekingur-
inn. — í þessum tveimur orðum eru óskir
hinna beggja innifaldar.
52 STJÖRNUR