Stjörnur - 01.04.1951, Blaðsíða 45

Stjörnur - 01.04.1951, Blaðsíða 45
landi aftur og tók stefnu á Frakk- landsströnd. Ofviðrið hélt áfram, hvergi var hægt að lenda og hvergi í skjól að venda. Báturinn lagði frá einu sinni enn, þeyttist yfir öldukambana, hossaðist, hristst, sæbarinn en heili og traustur þrátt fyrir allt. Hann var vanur volkinu og óveðr- inu, sem stundum hafði látið hann hrekjast þarna á milli strandanna í 5—6 daga, án þess að mögulegt væri að ná landi. Loksins lægði veðrið. Bátur- inn var nú staddur miðja vegu milli landa og þó að enn væri illt í sjóinn skipaði formaður svo fyr- ir að nótinni væri lagt út. Og þetta var gert. Tveir menn fram í og aðrir tveir aftur í fóru að vinda upp nótastrengina. Loks stóð nótin í botni, en þá kom stór alda svo að báturinn riðaði og Javel yngri, sem verið hafði fram í og undið út nótinni misti fótanna og handleggurinn á honum lenti milli vaðsins og kaðalsins, sem hann rann á. Það hafði slaknað sem snöggvast á vaðnum, þegar báturinn byltist. Hann reyndi sem hann gat að slaka á vaðnum með lausu hendinni, en nótin stóð í botni og afarstrítt á vaðnum. Hann engdist sundur og saman af kvölum og hrópaði á hjálp. All- ir hlupu upp til handa og fóta. Bróðir hans sleppti stýrinu. Alhr toguðu í vaðinn og reyndu að losa handlegginn á Javel, sem lá við að merjast undir vaðnum. Það var árangurslaust — Skerið þið á vaðinn! hróp- aði einn skipverja og um leið dró hann stóran sjálfskeiðing upp úr vasa sínum. Með því að bregða honum tvisvar á, mundi hann geta bjargað handlegg Javels yngra. En að skera á var það sama sem ag missa veiðinnar og hún var margra peninga virði, sjálfsagt fimmtán hundruð franka virði. Og Javel eldri átti þennan afla og hann vildi ekki missa af sínu. Hann hrópaði með skjálfandi röddu: — Nei, bíðið þið með að skera á. Við skulum hafa aftur á! Og hann hljóp að stýrinu og og stýrði á hléborða. Það var ekki meira en svo að báturinn léti að stjórn. Nóttin var þung í eftirdragi og þyngdi bát- inn og gerði honum erfitt um hrevfingar, og auk þess var hann háður stormi og straumi. Javel yngri hafði fallið á kné, hann beit á jaxlinn og það var eins og augun ætluðu út úr hon- um. Hann mælti ekki orð. Bróð- irinn kom aftur, jafn hræddur og fyrr við kuttann hásetans. — Bíddu, bíddu, skerðu ekki á. Við verðum að láta akkerið falla! Akkerið féll og festin var gefin *** 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Stjörnur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.