Stjörnur - 01.04.1951, Blaðsíða 31

Stjörnur - 01.04.1951, Blaðsíða 31
KAREN vissi ekki hvað presturinn hafði í hyggju, en henni þótti vænt um að hann skyldi ekki efast um, að hún segði satt, og að hann skyldi treysta henni. — Við skulum þá koma, sagði hann og slökkti ljósið. — Hvert? spurði hún hikandi og horfði framan í hann. — Þú verður að fylgja mér og gera eins og ég segi þér, svaraði presturinn. Annars get ég ekki hjálpað þér. Þau héldu af stað og Karen varð það brátt ljóst, að förinni var haldið heim til Antoníós. — Nei, sagði hún og staðnæmdist, þegar þau nálguðust húsið. — Nei, ég fer ekki aftur til hans. Presturinn horfði í augun á henni, sínu sterka, næstum dáleið- andi augnaráði. — Þú hefur komið til mín, til þess að fá ráð og hjálp, sagði hann, og þú verður að þyg'gja þau ráð og fá þá hjálp, sem ég get veitt þér. Að öðrum kosti ertu aðeins þrjózkufullt hjálparvana barn. Hina þungu alvörudýpt raddarinnar og hinn sterka persónuleika prestsins, sem stóð að baki orðanna, var örðugt að standast. Karen, sem var svo þreytt, örvingluð og máttvana, gafst upp. Auk þess var ekki laust við að hana langaði til að vita hvað presturinn ætlaði sér. Sólin var að koma upp. Karen sá hvar Antoníó stóð fyrir framan húsið. Það var auðséð að hann var í senn iðrandi og fagnandi, er hann kom auga á þau. Hún gat varla trúað því, að þetta væri sami maður- inn, sem hafði misþyrmt henni með svo miskunnarlausum hætti fyrir skammri stundu. En hún gat ekki varizt fögnuði, er hún hugs- aði til þess, að hann hafði verið farinn að óttast um hana. Ef til vill hafði hann haldið að hann hefði hrundið henni í dauðann og iðrast beisklega. Og á samri stundu og henni varð þetta ljóst, hafði sárasti broddur beiskju hennar og haturs sljóvgast. Hún undraðist það með sjálfri sér. Hvernig gat hún til lengdar verið reið þessum sakleysislega fiskimanni, sem elskaði hana á sinn barnslega hátt — eins og dýrmætt leikfang, sem enginn annar mátti snerta? Presturinn greip um hönd hennar og leiddi hana síðasta spölinn upp að húsinu. Hún fann frá handtaki hans streyma góðvild, hlýju og styrk. Antoníó opnaði þegjandi fyrir þeim dyrnar, og þau gengu Öll inn. — Konan þín, Antoníó, kom til mín og leitaði verndar. — Guðs heilaga móðir veri lofuð, stundi Antoníó. STJÖRNUR 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Stjörnur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.