Stjörnur - 01.04.1951, Blaðsíða 11

Stjörnur - 01.04.1951, Blaðsíða 11
hristi og skók hin gömlu og hrör- legu fiskimannahús. Hafið öskr- aði, freyðandi og sjóðandi, eins og það vildi gera uppreisn móti yfirgangi stormsins; en það varð að lúta í lægra haldi, hvort sem því líkaði betur eða ver. Niðri á milli klettanna, nokk- urnveginn í skjóli, stóð hópur fiskimanna og horfði út á sjóinn. Það var næstum óhugsandi annað en að í dag yrði þörf á hugrekki þeirra og hreystþ til þess að heyja baráttuna við náttúruöflin. Dálítið frá hinum, uppi á háum kletti, stóð hár og þrekinn maður og starði út á sjóinn. Það var Jens Kamp. Hann var alltaf fremstur, þar sem hætta var á ferðum. Allt í einu hrópaði hann: — Seglskip! Nú kom líf í hópinn; þeir klifr- uðu upp á klettana og störðu á- kafir í þá átt, sem Jens benti. Það leit út fyrir að vera bark- skip og stefndi beint á brimið með ógurlegum hraða. Þegar það kom nær, sást, að það var mjög laskað. Stórmastrið var brotið og það lét ekki að stjórn. Það var greinilegt, að því varð ekki bjargað. Nú var ekki um annað að gera en reyna að bjarga mönnunum. Jens skipaði öllum að halda til björgunarbátsins og honum var í skyndi ekið niður að sjónum. Nú var skipið komið fast að yzta rif- inu. A næsta augnabliki rakst það á rifið og hvarf næstum í brim- löðrið. Það stóð fast augnablik, en allt í einu kom stór holskefla og lyfti því, svo það komst yfir rifið. En rétt á eftir rakst það á miðrifið og stóð þar óbifanlegt, þó að sjóirnir skyllu stöðugt yfir það. Þegar skipið rakst á, brotnaði stórmastrið. Þá var skotið neyð- arskoti. Ur landi var flugeldum skotið upp í loftið, til þess að gefa skipverjum til kynna, að tekið hefði verið eftir þeim, og gefa þeim von og hugrekki. Björgunarbáturinn var settur á flot og aflmiklir handleggir réru honum áfram gegnum stórsjóina. Þrjár ferðir urðu þeir að fara, áð- ur en allri skipshöfninni var bjargað. Þegar báturinn var kominn að landi í þriðja sinn með hinn dýr- mæta farm, tók Oli Jan á móti þeim með heitu kaffi og koníakki, bæði handa skipbrotsmönnum og b j ör gunar liðinu. En allt í einu var hrópað: — Það yantar einn! Það er einn enn úti í skipinu! Jens Kamp sneri sér að skip- stjóranum og spurði: — Er það satt, að ennþá sé einn maður úti í skipinu? — Já, því miður. Eg hef talið skipverja, og það vantar einn. Það var hugrakkur unglingur. Hann bauðst til að fara upp í 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Stjörnur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.