Stjörnur - 01.04.1951, Blaðsíða 14

Stjörnur - 01.04.1951, Blaðsíða 14
skipinu, en nú ætlaði fagnaðaróp- unurn aldrei að linna Allur hópurinn með Óla Jan í farabroddi kom í áttina til hans, og hann stóð kyrr því hann var einmitt í réttu skapi til þess að tala við þá fáein orð í fullri mein- ingu. Þegar þeir voru komnir rétt til hans, kom tunglið fram og hann sá. að þeir báru mann á milli sín, náfölan og alblóðugan. Jens kipt- ist við. Þetta andlit hafði í tvö ár stöðugt verið í huga hans. Hann riðaði eins og hann væri drukk- inn, fleygði sér niður að bjargaða manninum og stundi: — Hans, drcngurinn minn, ertu dáinn, ertu dáiim! Ó, þú mátt ekki deyja! Óli lagði höndina á öxl hans og sagði hughreystandi: — Nei .hann er ekki dáinn, að- eins talsvert særður en með guðs hjálp mun hann bráðlega verða alhraustur. Jens hreyfði sig ekki, en starði stöðugt á son sinn. — Eigum við að fara með hann heim til þín, Jens? spurði Óli. Jens svaraði ekki, og Óli end- urtók spurninguna. Jens hrökk við, eins og hann hefði vaknað af draumi, leit undr- andi á Óla og strauk hendinni um enni sér. — Nei, mér þætti vænt um, ef þú vildir láta fara með hann heim til þín, Óli. Móðir hans yrði viti sínu fjær, ef hún sæi drenginn sinn þannig á sig kominn. Ég ætla að fara heim og segja henni, hvað skeð hefur. Hann kinkaði kolli til þeirra og gekk heim á léið. Þeir horfðu undrandi á eftir honum; þeir áttu bágt með að átta sig á því, að Jens Kamp gæti verið svona hóg- vær. Óli lét í snatri flytja Hans heim til sín, og sendi síðan eftir lækni. Karen varð fyrst hálftryllt, er hún sá Hans í þessu ástandi; en hún sá brátt, að tár og andvörp stoðuðu ekkert. Hún þvoði sárið og batt síðan um það, til þess að stöðva blóðrennslið, og eftir dá- lítinn tíma lauk Hans upp augun- um og horfði undrandi í kring um sig. — Elsku Hans! hvíslaði Karen ástúðlega og settist á rúmstokk- inn hjá honum og tók um hendur hans. — Guði sé lof, að þú ert kominn aftur! — Hvar er ég? Er ég heima? spurði hann og reyndi til að rísa upp. — Nei, þú ert hjá okkur Karenu, sagði Óli og beygði sig niður að honum. Liggðu nú bara kyrr, og þú mátt helzt ekki tala mikið. Þú hefur fengið slæman áverka. — Vita foreldrar mínir, að ég er hérna? 14 ###
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Stjörnur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.