Stjörnur - 01.04.1951, Qupperneq 14
skipinu, en nú ætlaði fagnaðaróp-
unurn aldrei að linna
Allur hópurinn með Óla Jan í
farabroddi kom í áttina til hans,
og hann stóð kyrr því hann var
einmitt í réttu skapi til þess að
tala við þá fáein orð í fullri mein-
ingu.
Þegar þeir voru komnir rétt til
hans, kom tunglið fram og hann
sá. að þeir báru mann á milli sín,
náfölan og alblóðugan. Jens kipt-
ist við. Þetta andlit hafði í tvö ár
stöðugt verið í huga hans. Hann
riðaði eins og hann væri drukk-
inn, fleygði sér niður að bjargaða
manninum og stundi:
— Hans, drcngurinn minn, ertu
dáinn, ertu dáiim! Ó, þú mátt ekki
deyja!
Óli lagði höndina á öxl hans og
sagði hughreystandi:
— Nei .hann er ekki dáinn, að-
eins talsvert særður en með guðs
hjálp mun hann bráðlega verða
alhraustur.
Jens hreyfði sig ekki, en starði
stöðugt á son sinn.
— Eigum við að fara með hann
heim til þín, Jens? spurði Óli.
Jens svaraði ekki, og Óli end-
urtók spurninguna.
Jens hrökk við, eins og hann
hefði vaknað af draumi, leit undr-
andi á Óla og strauk hendinni um
enni sér.
— Nei, mér þætti vænt um, ef
þú vildir láta fara með hann heim
til þín, Óli. Móðir hans yrði viti
sínu fjær, ef hún sæi drenginn
sinn þannig á sig kominn. Ég ætla
að fara heim og segja henni, hvað
skeð hefur.
Hann kinkaði kolli til þeirra og
gekk heim á léið. Þeir horfðu
undrandi á eftir honum; þeir áttu
bágt með að átta sig á því, að
Jens Kamp gæti verið svona hóg-
vær.
Óli lét í snatri flytja Hans heim
til sín, og sendi síðan eftir lækni.
Karen varð fyrst hálftryllt, er
hún sá Hans í þessu ástandi; en
hún sá brátt, að tár og andvörp
stoðuðu ekkert. Hún þvoði sárið
og batt síðan um það, til þess að
stöðva blóðrennslið, og eftir dá-
lítinn tíma lauk Hans upp augun-
um og horfði undrandi í kring um
sig.
— Elsku Hans! hvíslaði Karen
ástúðlega og settist á rúmstokk-
inn hjá honum og tók um hendur
hans.
— Guði sé lof, að þú ert kominn
aftur!
— Hvar er ég? Er ég heima?
spurði hann og reyndi til að rísa
upp.
— Nei, þú ert hjá okkur Karenu,
sagði Óli og beygði sig niður að
honum. Liggðu nú bara kyrr, og
þú mátt helzt ekki tala mikið. Þú
hefur fengið slæman áverka.
— Vita foreldrar mínir, að ég
er hérna?
14
###