Stjörnur - 01.04.1951, Blaðsíða 37

Stjörnur - 01.04.1951, Blaðsíða 37
Hun Qleymdi öUu. Smásaga eftir Hans Severinsen. HINN ungi læknir greip hönd hinnar sjúku konu. Það var ró- andi handtak, eða átti að minnsta kosti að vera það. En hann hélt lengur í hönd hennar en eðlilegt mátti teljast, ef aðeins hefði ver- ið um að ræða lækni og sjúkling hans. Enn virti hann fyrir sér hið fagra andlit hinnar ungu konu og horfði með spyrjandi brosi í augu hennar. — Og þér munið hreint ekk- ert? sagði hann. — Nei, alls ekkert, svaraði hún dapurlega. Ég veit einungis það, sem þér hafið sagt mér um slysið og taugaáfallið. — Þér munið ekkert eftir heim- ili yðar — eða manninum yðar? — Nei. — Ég vissi ekki einu sinni að ég væri gift, ef þér hefð- uð ekki sagt mér það. — Ég veit ekki nafn sjálfrar mín, vegna þess að þér hafið ekki enn sagt mér það. — Maðurinn yðar kemur klukkan þrjú. — En ég vil búa yður undir það. Hann þrýsti hönd hennar um leið og hann sleppti henni, og það var eins og hann ætti í sárri and- legri baráttu. Og um leið var eins og hún hefði misst síðasta vonar- neista um líf. Hún horfði á dyrn- ar, sem luktust á eftir honum, eins og dauðadæmdur fangi. Og þó var hún nú úr allri hættu — Maður- inn hennar var væntanlegur inn- an stundar. Hún var þá gift. Þá vissi hún það. Ó, hún sem hafði verið að vona að svo væri ekki. Skyldi hann — læknirinn vera giftur? Það var ekki gott að vita. Hann var að minnsta kosti ungur og fallegur. — Og hvernig skyldi þá hennar maður vera í hátt? Ung- ur eða roskinn, hár eða lágvax- inn, grannur eða feitur, fátækur eða ríkur? Hún hafði ekki getað spurt. Það var eins og nærvera læknisins hefði þau áhrif á hana, að hann langaði ekkert til að vita um for- tíð sína, eins og henni stæði öld- ungis sama um allt hið liðna, eða öllu heldur að hún óttaðist allt sem hún fengi að vita. 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Stjörnur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.