Stjörnur - 01.04.1951, Side 37
Hun Qleymdi öUu.
Smásaga eftir Hans Severinsen.
HINN ungi læknir greip hönd
hinnar sjúku konu. Það var ró-
andi handtak, eða átti að minnsta
kosti að vera það. En hann hélt
lengur í hönd hennar en eðlilegt
mátti teljast, ef aðeins hefði ver-
ið um að ræða lækni og sjúkling
hans. Enn virti hann fyrir sér hið
fagra andlit hinnar ungu konu
og horfði með spyrjandi brosi í
augu hennar.
— Og þér munið hreint ekk-
ert? sagði hann.
— Nei, alls ekkert, svaraði hún
dapurlega. Ég veit einungis það,
sem þér hafið sagt mér um slysið
og taugaáfallið.
— Þér munið ekkert eftir heim-
ili yðar — eða manninum yðar?
— Nei. — Ég vissi ekki einu
sinni að ég væri gift, ef þér hefð-
uð ekki sagt mér það. — Ég veit
ekki nafn sjálfrar mín, vegna þess
að þér hafið ekki enn sagt mér
það.
— Maðurinn yðar kemur
klukkan þrjú. — En ég vil búa
yður undir það.
Hann þrýsti hönd hennar um
leið og hann sleppti henni, og það
var eins og hann ætti í sárri and-
legri baráttu. Og um leið var eins
og hún hefði misst síðasta vonar-
neista um líf. Hún horfði á dyrn-
ar, sem luktust á eftir honum, eins
og dauðadæmdur fangi. Og þó var
hún nú úr allri hættu — Maður-
inn hennar var væntanlegur inn-
an stundar.
Hún var þá gift. Þá vissi hún
það. Ó, hún sem hafði verið að
vona að svo væri ekki. Skyldi
hann — læknirinn vera giftur?
Það var ekki gott að vita. Hann
var að minnsta kosti ungur og
fallegur. — Og hvernig skyldi þá
hennar maður vera í hátt? Ung-
ur eða roskinn, hár eða lágvax-
inn, grannur eða feitur, fátækur
eða ríkur?
Hún hafði ekki getað spurt. Það
var eins og nærvera læknisins
hefði þau áhrif á hana, að hann
langaði ekkert til að vita um for-
tíð sína, eins og henni stæði öld-
ungis sama um allt hið liðna, eða
öllu heldur að hún óttaðist allt
sem hún fengi að vita.
37