Stjörnur - 01.04.1951, Blaðsíða 47

Stjörnur - 01.04.1951, Blaðsíða 47
ið úr sjó? lagði einn til. Þeir fylltu fötu með sjó og helltu yfir sárið. Sjúklingurinn fölnaði, nísti tönn- um af angist; en hann hljóðaði ekki. Þegar mesti sviðinn var horf- inn sagði Javel yngri við bróður sinn: — Komdu hérna með hnífinn þinn! Og bróðirinn fékk honum hníf- inn. — Haltu handleggnum á mér beint upp og taktu vel í! Og þeir félagar hans gerðu sem hann bað. Svo fór hann að gera lækn- isaðgerð á sjálfum sér. Hægt og rólega skar hann og skar, þangað til síðustu sinarnar voru sundur. Hnífurinn var hárbeittur eins og rakhnífur. Og brátt var dauði handleggurinn orðinn viðskila við lifandi stúfinn. Javel yngri varp öndinni þunglega og sagði: — Æ, ég get ekki afborið þetta lengur! Svo létti honum dálítið og hann fór að hella vatni á stúfinn. O- veðrið hélt áfram alla næstu nótt. Þegar dagaði tók Javel yngri handlegginn sinn og horfði gaum- gæfilega á hann. Rotnunin var horfin. Félagarnir komu líka og skoðuðu. Handleggurinn gekk mann frá manni, þeir þukluðu á honum, sneru honum og þefuðu af honum. Bróðir hans sagði: — Það er bezt af fleygja honum fyrir borð undir eins! En þá reiddist Javel yngri og svaraði,. — Onei, ég held nú síð- ur! Ég á handlegginn! Og svo tók hann hann og lagði á kné sér. — Hann rotnar, sagði eldri bróðirinn. En þá datt Javel yngra ráð í hug. Þeir höfðu með sér tunnur á bátnum, til þess að salta fisk í. — Ég gæti lagt hann í salt! — Það væri heillaráð, sögðu allir hinir. Svo tæmdu þeir tunnu, sem þeir höfðu saltað fisk í, og neðst í tunnuna lögðu þeir handlegginn, stráðu miklu af salti á hann og svo lögðu þeir fiskinn í lög ofan á. — Bara að við seljum hann nú ekki í ógáti með fiskinum! Og þá hlógu allir nema Javels-bræður. Stormurinn hélst enn. Þeir sigldu beitivind érm og sáu Bou- logne og héldu svona áfram þang- að til klukkan tíu morguninn eft- ir. Sjúklingurinn hélt í sífellu á- fram að hella vatni á sárið. Við og við stóð hann upp og gekk enda á milli í bátnum. Bróðir hans, sem stóð við stýrið, horfði á hann og hristi höfuðið. Og loks komust þeir í höfn. Læknirinn skoðaði sárið og kvað það hafast vel við Hann batt vel um það og skipaði sjúklingnum ### 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Stjörnur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.