Stjörnur - 01.04.1951, Blaðsíða 17

Stjörnur - 01.04.1951, Blaðsíða 17
Litli Smásaga ’ eftir P. K. Rosegger ÉG MAN ennþá mjög vel þá nótt. Ég vaknaði við dimman hvell, eins og dyrunum á korn- loftinu hefði verið skellt í lás. Og svo klappaði einhver á gluggann og kallaði inn í stofuna, að hver, sem vildi sjá hús Litla-Maxels brenna, yrði að fara á fætur og koma út. Faðir minn stökk upp úr rúm- inu; ég hljóðaði upp yfir mig og hugsaði fyrst og fremst um, að frelsa kanínurnar mínar. Þegar eitthvað sérstakt bar að höndum og við urðum öll saman trufluð, þá var það jafnan blinda Júla, sem kom vitinu fyrir okkur. Hún sagði að okkar hús væri ekki að brenna, og að hús Litla-Maxels væri röska bæjarleið í burtu, að það væri þar að auki ekki alveg víst, hvort hús Litla-Maxels væri að brenna, að það kynni að vera einhver gal- gopi, sem hefði varpað þessari lygafregn inn um gluggann, og að það gæti verið, að enginn hefði kallað inn, heldur hefði okkur að- eins dreymt það. Um leið hjálpaði hún mér í buxurnar og skóna, og við hlupum út til að sjá. „Æ,“ hrópaði faðir minn, „það er þegar um garð gengið!“ Rólegur og skær teigði loginn sig upp yfir skógi vaxna ásinn, sem lá í stórum boga eins og söð- ull þvert yfir sveitina og greindi efri byggðina frá þeirri neðri. Það heyrðist hvorki brak né snark. Nýja fallega húsið, sem var full- gjört fyrir nokkrum vikum brann eins og olía. Það var saggi í loft- inu, stjörnumar sáust eigi á himn- inum; stundum drundi þruma, en óveðrið, fjarlægðist smátt og smátt í áttina til Birkfeld og Weitz. Maðurinn, sem hafði vakið oss, sagði, að ein eldingin hefði þotið nokkrum sinnum fram og aftur, gjört leyndardómsfullt tákn á himinum, og svo hefði henni sleg- ið niður. En hún hefði ekki slokknað; ljósdepilinn í neðri enda hennar hefði vaxið fljótt og þá hefði hann hugsað: „Sjá, nú hefur hún hitt hús Litla-Maxels.“ „Við verðum að fara og reyna að hjálpa,“ sagði faðir minn. „Hjálpa þar,“ svaraði hinn. „Þar sem eldingu slær niður, snerti ég ekki nokkurn hlut. Mað- urinn á ekki að setja sig á móti guði, og þegar hann slöngvar sín- *** 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Stjörnur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.