Mosfellingur - 19.12.2024, Blaðsíða 4

Mosfellingur - 19.12.2024, Blaðsíða 4
www.lagafellskirkja.is kirkjustarfið - Fréttir úr bæjarlífinu4 HelgiHald næstu vikna sunnudagurinn 24. desember kl. 13:00 Jólastund fjölskyldunnar. Sr. Henning Emil Magnússon, Andrea Gréta Axelsdóttir, Valgerður Jónsdóttir og Árni Heiðar Karlsson sjá um stund- ina. Barnakór Lágafellssóknar syngur. kl. 18:00 Aftansöngur. Sr. Arndís Bernhardsdóttir Linn þjónar, kirkjukór Lágafellssóknar syngur undir stjórn Árna Heiðars Karlssonar. Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir sópran syngur og Matthías Nardeau leikur á óbó. kl. 23:30 Miðnæturguðsþjónusta. Sr. Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir þjónar, organisti er Árni Heiðar Karlsson og Matthías Nardeau leikur á óbó. Jóladagur 25. desember kl. 14:00 Hátíðarguðsþjónusta. Sr. Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir þjónar. Sigríður Ósk Kristjánsdóttir syngur, Matthías Stefánsson leikur á fiðlu. gamlársdagur 31. desember kl. 15:00 Aftansöngur. Sr. Henning Emil Magnússon þjónar. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur undir stjórn Árna Heiðars Karlssonar organista. Una Sveinbjarnardóttir leikur á fiðlu. Aðventukvöld Lágafellssóknar fór fram sunnudaginn 8. desember þar sem gestir nutu ljúfra tóna og fallegra orða en húsfyllir var við stundina. Athöfninni stýrðu þær sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn og sr. Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir. Kirkjukór Lágafellssóknar söng undir stjórn Árna Heiðars Karlssonar organista. Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir las texta úr Lúkasarguðspjalli. Þá söng Gissur Páll Gissurarson af sinni alkunnu snilld. gefið í Hjálparsjóð sóknarinnar Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mos- fellsbæjar flutti einlæga hugvekju þar sem hún minntist bernskunnar við jólatrjáa- sölu. Félagar úr Lions gáfu til Hjálparsjóðs Lágafellssóknar en fjölmörg góðgerðarfé- lög hafa lagt málefninu lið, m.a. Kiwanis- klúbburinn Geysir, Félagsstarf aldraða í Mosfellsbæ, Kvenfélag Mosfellsbæjar og Soroptimistar. Að endingu ávarpaði Rafn Jónsson formaður sóknarnefndar samkomuna og bauð gestum að þiggja heitt súkkulaði og kræsingar í safnaðarheimilinu. Áramótabrennan færð til kl. 16:30 Á gamlárskvöld verður áramóta- brenna haldin neðan Holtahverfis við Leirvoginn þar sem þrettánda- brennan er árlega. Mosfellsbær stendur fyrir brennunni í samstarfi við handknattleiksdeild Aftureld- ingar en kveikt verður í kl. 16:30, sem er ný tímasetning. Hin árlega þrettándabrenna fer fram á sama stað laugardaginn 6. janúar. Mos- verjar leiða blysför frá Miðbæjar- torginu kl. 17:30. Skólahljómsveitin, Stormsveitin, Grýla og Leppalúði og fleiri mæta. Björgunarsveitin Kyndill verður með flugeldasýningu að vanda. Bæjarbúar tilnefna Mosfelling ársins Val á Mosfellingi ársins 2024 stend- ur nú yfir. Lesendum gefst kostur á að tilnefna þá sem þeim þykja verðugir að bera nafnbótina. Öllum er frjálst að senda inn tilnefningar í gegnum heimasíðu blaðsins www.mosfellingur.is. Þetta er í 20. sinn sem valið fer fram á vegum bæjarblaðsins Mosfellings. Íbúar eru hvattir til að taka virkan þátt og senda inn tilnefningar. Gjarnan má fylgja með stuttur rökstuðningur fyrir tilnefningunni og hvað við- komandi hefur lagt til samfélagsins. Áður hafa þessi hlotið nafnbótina: Sigsteinn Pálsson, Hjalti Úrsus Árnason, Jóhann Ingi Guðbergsson, Albert Rútsson, Embla Ágústsdóttir, Steindi Jr., Hanna Símonardóttir, Greta Salóme, Kaleo, Jóhanna Elísa Engelhartsdóttir, Sigrún Þ. Geirs- dóttir, Guðni Valur Guðnason, Jón Kalman Stefánsson, Óskar Vídalín Kristjánsson, Hilmar Elísson, Sigmar Vilhjálmsson, Elva Björg Pálsdóttir, Halla Karen Kristjánsdóttir og Dóri DNA. Útnefningin verður kunngjörð í fyrsta blaði ársins 2025, 9. janúar. Mosfellsbær, mennta- og barnamálaráðu- neytið og Römpum upp Ísland hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um fjármögnun á heitum potti með rampi fyrir hreyfihaml- aða við Lágafellslaug. Lágafellslaug er ein fjölsóttasta sundlaug landsins með um 224.000 heimsóknir á ári og er afar vinsæl meðal barnafjölskyldna. Mun heiti potturinn með aðgengi fyrir öll bæta enn frekar þjónustu og aðgengi fyrir hreyfihamlaða sundgesti en hann verður sérstaklega hugsaður fyrir hreyfihömluð börn og ungmenni. Potturinn verður sá fyrsti sinnar tegund- ar á Íslandi. einstakt verkefni og gott samstarf Í fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2025 er gert ráð fyrir 30 milljónum króna til þess að byggja pottinn og munu ráðuneytið og Römpum upp Ísland hvort um sig leggja 10 milljónir króna til verkefnisins auk þess sem óskað hefur verið eftir styrk frá Jöfn- unarsjóði sveitarfélaga vegna uppbygging- arinnar. Frumkostnaðaráætlun gerir ráð fyrir að framkvæmdin fari fram á árinu 2025. „Þetta er einstakt verkefni og mun von- andi hafa áhrif á hönnun heitra potta í almenningslaugum í framtíðinni. Þá erum við mjög ánægð með samstarfsaðilana en við höfum átt í mjög góðu samstarfi við verkefnið Römpum upp Ísland og þaðan er hugmyndin sprottin,“ segir Regína Ásvalds- dóttir bæjarstjóri Mosfellsbæjar. Á myndinni að ofan má sjá Harald Þor- leifsson rampara, Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra og Ásmund Einar Daðason ráðherra skrifa undir í votta viðurvist á bökkum Lágafellslaugar. Til hliðar má sjá dæmi um útfærslu. Nýr pottur með rampi við Lágafellslaug • Skrifað undir viljayfirlýsingu um fjármögnun fyrsti heiti pottur sinnar tegundar fyrir hreyfihamlaða Har­ald­ur­, r­egína og Ásmund­ur­ einar­ skr­ifuðu und­ir­ í votta viður­vist d­æmi um útfær­slu Ljúfir tónar og falleg orð á aðventu • Þétt dagskrá í Lágafellskirkju yfir jól og áramót Húsfyllir á árlegu aðventu- kvöldi Lágafellssóknar gissur­ pÁll, guðlaug Helga, r­egína, ar­nd­ís linn og Ár­ni Heiðar­
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.