Mosfellingur - 19.12.2024, Blaðsíða 8

Mosfellingur - 19.12.2024, Blaðsíða 8
Eldri borgarar • þjónustumiðstöðin brúarlandi • fram undan í starfinu Skrifstofa félagsstarfsins er opin alla virka daga kl. 13–16. Sími félags- starfsins er 586-8014. Forstöðumaður félagsstarfs eldri borgara í Mosfellsbæ er Elva Björg Pálsdóttir tómstunda- og félagsmálafræðingur, s: 698-0090. Skrifstofa FaMos í Brúarlandi er opin alla fimmtudaga frá kl. 15–16. Stjórn FaMoS Félag aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni famos@famos.is www.famos.is Ágóðinn afhentur Þann 9. des. síðastliðinn afhentu basarkonur Lágafellskirkju 800 þúsund krónur sem var innkoma af basarnum okkar og við skiptum þeim í gafabréf í Kringlunni. Við vitum að þau gjafabréf verða vel nýtt af þeim sem þurfa á þeim að halda í bænum okkar. Sannarlega gott starf sem unnið er hér. jólafrí félagsstarfsins Síðasti opni dagurinn hjá okkur í Brúarlandi er 19. des. og opnum við aftur mánudaginn 6. janúar 2025 kl. 11:00. Hlökkum til að sjá ykkur aftur og óskum ykkur gleðilegra jóla og þökkum samfylgdina á árinu sem er að líða. Kærleikskveðjur. jónas Sigurðsson formaður s. 666 1040 jonass@islandia.is jóhanna B. Magnúsdóttir varaformaður s. 899 0378 hanna@smart.is Þorsteinn Birgisson gjaldkeri thorsteinn.birgis@gmail.com guðrún K. Hafsteinsdóttir ritari s. 892 9112 gunnasjana@simnet.is ólafur guðmundsson meðstjórnandi s. 868 2566 polarafi@gmail.com Ingibjörg g. guðmundsdóttir varamaður s. 894 5677 igg@simnet.is Hrund Hjaltadóttir varamaður s. 663 5675 hrundhj@simnet.is - Fréttir úr bæjarlífinu8 Jökull heldur Rauðu jólin í Hlégarði í kvöld Jökull Júlíusson söngvari mosfellsku hljómsveitarinnar KALEO blæs til góðgerðarsamkomu í Hlégarði í kvöld, fimmtudaginn 19. desember. Viðburðinn kallar hann Rauðu jólin og mun ágóði kvöldsins renna til Krabbameinsfélags Íslands. Húsið opnar kl. 19:00 og verður boðið upp á ýmis skemmtiatriði, léttar veitingar, uppboð, fljótandi veigar og að sjálfsögðu góða tónlist. Jafnframt gefst tækifæri til að dreypa á nýútkomnu víni Jökuls. Um er að ræða samstarf hans og athafnamannsins Róberts Wessman um ræktun víns í hæsta gæðaflokki. Miðinn á Rauðu jólin kostar 3.900 kr. og fer miðasala fram á Tix.is og við hurð. Mosfellingarnir í KALEO hafa verið á tónleikaferðalagi vítt og breitt frá því í júní en eru nú komnir heim í jólafrí. Það er frábært að sjá hversu skemmtilegt samstarf hefur myndast á milli mosfellskra tónlistarmanna og knattspyrnunnar hjá Aftureldingu. KALEO hefur verið framan á búningum meistarflokks karla síðastliðin þrjú ár en um var að ræða sögulegan samning sem hefur vakið heimsathygli frá upphafi. Þrír af meðlimum Kaleo spiluðu fótbolta með yngri flokkum Aftureldingar og þótti Jökull söngvari nokkuð liðtækur leikmaður. Samstarfið við Kaleo hefur verið frábært í alla staði, haldnir hafa verið styrktartón- leikar fyrir félagið og merki félagsins hefur verið sýnilegt um allan heim. gdrn og gildran bættust við Tónlistakonan Guðrún Ýr eða GDRN er framan á búningum meistarflokks kvenna en Guðrún Ýr spilaði upp alla yngri flokk- ana með Aftureldingu og lék fyrir meistar- flokkinn áður en hún meiddist illa og lagði skóna á hilluna. Guðrún Ýr er ein vinsælasta tónlistar- kona landsins og hefur hún haldið tónleika til styrktar meistaraflokki kvenna. Í vor bættist svo mosfellska hljómsveit- inn Gildran í hópinn þegar þeir gengu til samstarfs við Hvíta Riddarann. Gildran var stofnuð árið 1985 og heldur því upp á 40 ára afmæli á næsta ári. Þeir félagar voru útnefndir bæjarlistamenn Mosfellsbæjar 2023. Þess má geta að Gildran samdi Aft- ureldingarlagið á sínum tíma en lagið hefur fylgt félaginu um árabil. Flottir styrktaraðilar í fótboltanum • Samstaða í sveitinni • Vekur athygli víða mosfellskt tónlistarfólk styður við mosfellska knattspyrnu arnór gauti, guðbjörn smári og anna pálína sendu inn þína tilnefningu 2024 www.mosfellingur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.