Mosfellingur - 19.12.2024, Page 48

Mosfellingur - 19.12.2024, Page 48
 - Aðsendar greinar48 www.bmarkan.is Smiðjuvegi 60 (rauð gata) Kópavogi - Sími 557 2540 Hj‡lmar Guðmundsson Lšggildur hœsasm’ðameistari s:6959922 fhsverk@gmail.com Þverholti 3 - Sími: 566-6612 FÓTAAÐGERÐASTOFA MOSFELLSBÆJAR Leirvogstunga 27, 270 Mosfellsbæ, sími: 864 6600 Gólfefna lausnir fyrir heimili og fyrirtæki Bestu óskir um gleðileg jól Meirihluti B-, S- og C-lista í bæjarstjórn Mosfellsbæjar leggur mikla áherslu á málefni barna og ungmenna og fjöl- skyldna þeirra enda vitum við að það þarf þorp til að ala upp barn. Eins og komið hefur fram samþykkti bæjarstjórn að setja fram sérstaka að- gerðaáætlun í þágu barna árið 2025. Sú aðgerðaáætlun er einstök í starfi sveit- arfélagsins. Einnig er unnið að innleiðingu hugmynda- fræði Barnvæns sveitarfélags ásamt því að sjónum verður sérstaklega beint að börnum í framkvæmd Okkar Mosó árið 2025. Barnvænt sveitarfélag Barnvænt sveitarfélag skuldbindur sig til þess að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og vinna markvisst eftir hugmyndafræði hans. Vonir standa til þess að næsta vor ljúki innleið- ingarferli og í framhaldinu fái Mosfellsbær við- urkenningu sem Barnvænt sveitarfélag. Innleið- ing sáttmálans þýðir að sveitarfélagið noti hann sem viðmið í sínu starfi og að ákvæði hans verði rauður þráður í starfsemi þess. Segja má að starfsfólk sveitarfélagsins og kjörnir fulltrúar setji upp barnaréttindagleraugu til að rýna alla verk- og ákvarðanatökuferla inn- an sveitarfélagsins með hliðsjón af sáttmálanum. Þeir grunnþættir sáttmálans sem byggt er á eru þekking á réttindum barna, að ætíð skuli byggja ákvarðanir á því sem barninu sé fyrir bestu, jafn- ræði allra barna, virðing fyrir skoðunum barna og réttur allra barna til lífs og þroska. Ljóst er að innleiðing hugmyndafræðinnar styður við innleiðingu laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Krakka Mosó Ákvörðun hefur verið tekin um að þátttaka í lýðræðisverkefninu Okkar Mosó verði bundin við börn árið 2025. Sú ákvörðun styður sann- arlega við innleiðingu barnvæns sveitarfélags. Útfærsla og framkvæmd kosninganna verður unnin í samstarfi stjórnsýslunnar og skólanna á vormánuðum og verður mjög áhugavert að fylgjast með því verkefni. Krakka Mosó verður spennandi þáttur í að efla lýð- ræðislega þátttöku barna og skilning á lýðræðislegu ferli. Börnin okkar Að síðustu nefni ég til sögunnar að- gerðaáætlunina Börnin okkar sem bæj- arstjórn samþykkti að setja 100 milljón- ir í á árinu 2025. Þetta er viðbótarfjármagn við það margvíslega starf sem sveitarfélagið sinnir nú þegar í þágu barna. Í aðgerðaáætluninni Börnin okkar, sem unnin var í miklu samstarfi hagaðila, er áherslan sett á almennar forvarnir, snemmtækan stuðning við börn og styrkingu barnaverndar. Ekki þarf að fjölyrða um þá ógnvænlegu þró- un sem átt hefur sér stað í íslensku samfélagi og nægir þar að nefna mikla fjölgun tilkynninga á landsvísu um börn sem sýna áhættuhegðun. Þess vegna eru snemmtækur stuðningur og styrking barnaverndar svo mikilvægir þættir í aðgerðaáætluninni. Sem dæmi um snemmtækan stuðning og almenn forvarnaverkefni má nefna aukið að- gengi að sálfræðiþjónustu og félagslegri ráðgjöf, hækkun frístundaávísunar, lýðheilsuverkefni fyrir unglinga í íþróttahúsum, aukin fræðsla og stuðningur fyrir foreldra, gerð samskiptasátt- mála skólasamfélagsins og reglur um snjall- símanotkun á skólatíma svo eitthvað sé talið. Ef samfélag vill bæta uppeldisskilyrði barna sinna, gera umhverfi þeirra enn þroskavænlegra og já almennt sinna börnum og ungmennum betur þá eru forvarnir af ýmsum toga lykilatriði. Meirihluti B-, S- og C-lista hefur í sínum störfum lagt áherslu á mikilvægi forvarna og eflingu lýð- heilsu til að bæta heilbrigði, líðan og aðstæður einstaklinga og hópa. Um þær áherslur hljótum við að vera sammála. Ég sendi Mosfellingum öllum bestu jólakveðj- ur og óskir um enn barnvænna nýtt ár 2025. Anna Sigríður Guðnadóttir Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar Börnin í forgrunni Nýverið samþykkti bæjarstjórn fjárhags- áætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2025. Um er að ræða metnaðarfulla rekstrar- og fjárfestingaráætlun. Fjárfestingarnar endurspegla þann vöxt sem hefur átt sér stað í Mosfellsbæ síðustu árin en auk þess er nauðsynlegt að huga að viðhaldi eldri mannvirkja. Samtals hljómar fjárfestingaráætlun í A- og B-hluta upp á rúma 4 ma. króna. Þar af nema fjárfestingar í skólum og íþróttamannvirkjum um 62%. Stærstu einstöku fjárfestingarnar eru bygging nýs leikskóla í Helgafellslandi sem verður tekinn í notkun næsta haust og fyrirhuguð uppbygging á Íþróttamiðstöðinni að Varmá. Eins er 220 m.kr. áætlaðar vegna framkvæmda á skólalóðum. Gert er ráð fyrir afgangi af almennum rekstri sveitarfélagsins upp á rúmar 700 milljónir. Íþróttir fyrir alla Áfram verður haldið með uppbygg- ingu á Varmársvæðinu, en í áætluninni er gert ráð fyrir að verja um 800 millj- ónum í nýjan aðalvöll, hlaupabraut og hönnun á þjónustu- og stúkubygg- ingu. Eins verður frágangur kláraður á íþróttahúsinu við Helgafellsskóla, sem mun létta á álagi á hin íþróttahúsin. Því til viðbótar verður um 200 milljón- um varið í viðhald á íþróttamiðstöðvum. Mikil fjölgun iðkenda og metnaðarfullt barna- og afreksstarf gerir ríka kröfu um viðunandi aðstöðu og verður að sjálfsögðu séð til þess að svo verði áfram í Mosfellsbæ. Menning eykur lífsgæði Núverandi meirihluti hefur haft lýðheilsu- og menningarmál í forgrunni og verða engar breyt- ingar þar á í nýsamþykktri áætlun. Hlégarður verður sem fyrr í umsjá bæjarins og hefur það verkefni gengið vonum framan og mikil ánægja skapast í kringum það. Á árinu 2025 eru um 300 viðburðir áætlaðir í Hlégarði og er það til marks um hve mikilvægt gott samkomuhús er fyrir bæjarfélag eins og Mosfellsbæ. Tæpar 270 milljónir fara í menningar- mál á árinu 2025 og ber þar helst að nefna rekstur bókasafnsins, Í túninu heima og fleiri spennandi viðburði af hálfu bæjarins. Bærinn í nýju ljósi Það verður ekki slegið slöku við í endurnýjun á götulýsingu bæjarins, alls verður varið um 70 milljónum í að LED- væða bæinn á árinu 2025. Verkefnið er kostnaðarsamt en sparar sveitarfélag- inu til lengri tíma í formi lægri rekstr- arkostnaðar. Það er mjög mikilvægt að horfa til lengri tíma í ákvarðanatökum sem þessum og hefur núverandi meiri- hluti tamið sér það verklag. Þrátt fyrir metnaðarfulla fjárhagsá- ætlun þá hefur núverandi meirihluti B-, C- og S-lista lagt mikla áherslu á ábyrga fjármálastjórn og að rekstur bæjarins sé sjálfbær. Það fylgir því mikil ábyrgð að stýra sveitarfélagi og sér í lagi þegar vöxturinn er mikill. Því þarf að huga vel að forgangsröðun verkefna, það gefur auga leið að í því efnahagsumhverfi sem við búum við í dag er aðhald nauðsynlegt. Fjárhagsáætlunin er aðgengileg á mos.is og hvetjum við bæjarbúa til að kynna sér hana, hægt er að fá mjög góða og myndræna yfirferð á helstu atriðum í greinar- gerð með fjárhagsáætlun. Halla Karen Kristjánsdóttir bæjarfulltrúi B-lista Aldís Stefánsdóttir bæjarfulltrúi B-lista Sævar Birgisson bæjarfulltrúi B-lista Örvar Jóhannsson bæjarfulltrúi B-lista Metnaðarfull fjárfestingaráætlun

x

Mosfellingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.