Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1942, Qupperneq 22
16
út, og sé meðalhiti vaxtartímans ekki nógu hár um visst
árabil til þess að einhverjar tegundir nái ekki að þroska
fræ, hljóta þær að deyja út að lokum.
Auðveldast er að gera sér grein fyrir þessu með því að
hugsa sér, að vér göngum frá sjávarmáli upp gróna af-
líðandi hlíð og stöldrum við og skoðum gróðurinn nákvæm-
lega í hvert sinn, er vér höfum farið 100 metra upp á við.
Þegar vér erum komin nokkuð upp í hlíðarnar, er eftir-
tektarvert, hve gróður allur verður minni vaxtar, og vér
erum ekki komin í 100 metra hæð, þegar ýmsar tegundir
hafa alveg helzt úr lestinni. Gróðurfarið í 100 metra hæð
er all-frábrugðið því, sem var við sjávarmál, en þó tekur
það meiri breytingum, er vér förum næstu 100 melrana.
Þá er fjöldi plantna horfinn, en fáeinar nýjar tegundir
hafa komið í skarðið. Það eru hálendisjurtir, sem þykir
hitinn of mikill niðri um hlíðarnar. í 300 metra hæð eru
flestar blómjurtir -'horfnar, en runna- og kjarrgróður er
orðinn kræklóttur og lítils vaxtar, og í 400 metra hæð eru
ekki nema sárfáar tegundir, sem hafa fylgt oss alla leið-
ina.
En þegar vér hugleiðum, að meðalhitinn lækkar ekki
nema um rúmlega hálft stig eða 0,6 gráður við hverja
100 metra, er upp kemur, hlýtur oss að furða á því, hve
mikil áhrif smávegis hitabreytingar hafa á gróðurfarið.
Margir hafa freistazt til þess að halda, án þess að nokkur
rök hafi verið færð fyrir því, að veðurfar hafi verið langt
um betra hér á landi á fyrstu öldunum, eftir að land byggð-
ist, heldur en síðar varð. Það er alls ekki óhugsandi, að svo
hafi verið, en líklegast er þó, að breytingar á meðalhita
sumars hafi ekki verið miklar frá þeim tíma og fram til
þessa. Að vísu hafa miklir harðindakaflar dunið yfir land-
ið, og stundum hafa þeir staðið í nokkur ár samfleytt, en
ef tekið væri meðaltal hitans um nægilega langt árabil,
getur varla verið um mjög miklar breytingar að ræða.
Vér sáum það á göngu vorri upp fjallið, að smávægilegar
hitabreytingar um hæfilega langan tíma, hlyti að hafa svo