Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1942, Blaðsíða 14
10
100 m, 200 m, 400 m og 800 m hæðarlínur eru markaðar
á. Þessi uppdráttur er all-glöggur og er í mælikvarðanum
1:500.000. Gerðar voru flatarmælingar á þessum upp-
drætti, til þess að betri hugmynd fengist um hæðahlutföll
landsins en kostur hefir verið á til þessa. Var mælt, hve
margir ferkílómetrar lands væri milli sjávarmáls og 100
metra hæðar, milli 100 m og 200 m hæðar, milli 200 m
og 400 m hæðar, milli 400 m og 800 m hæðar og hve mikill
hluti lands væri ofar 800 metra hæð.
Niðurstöður mælinganna eru hækkaðar eða lækkaðar,
svo að þær standa á heilu eða hálfu þúsundi ferkílómetra.
Er það gert til hægðarauka og kemur ekki að neinni sök.
Tekið skal fram, að eyjar og hólmar voru venjulega ekki
tekin með, þegar mælt var.
Stærð landsins reyndist um 103.500 ferkílómetrar og
skiptist þannig í hæðabeltin.
Milli sjávarmáls og 100 m hæðar eru 17.000 ferkm
— 100 m — 200 m — — 9.500 —
— 200 m — 400 m — — 17.000 —
— 400 m — 800 m — ■—- 38.500 —
Ofan við 800 m — 21.500 —
Á landi því, sem er ofan við 800 metra hæð yfir sjó, er
enginn nytjagróður, enda er helmingur lands þessa hul-
inn jökli. Og á öllu því svæði, sem er ofan við 400 metra,
en neðar en 800 metrar, er furðu lítill gróður. Ofan við
400 metra hæð yfir sjó er aðeins um afréttarlönd að ræða,
en þau eru nytjuð um tveggja til þriggja mánaða tíma
á ári hverju. Afréttarlöndin ofan 400 metra hæðar eru
langt frá því eins víðlend og nytjadrjúg og halda mætti
að órannsökuðu máli. Graslendið á hálendinu fylgir venju-
lega ám og vatnsdrögum, en oft er komið langt inn í land,
áður en árdalirnir komast upp yfir 400 metra. Að öllu
samanlögðu mun gróður sá, sem vex ofan við 400 metra
hæð, eigi hafa verulega þýðingu fyrir búskap þjóðarinn-