Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1942, Blaðsíða 16
12
er beitin ekki betri en svo, að ærnar koma með rýra dilka
að hausti.
Að öllu samanlögðu er flatarmál stóru sandanna og
annarra smærri við árósa, sem einnig liggja undir ágangi
vatna og eru ógrónir, um 4.000 ferkm. Má því þegar í stað
draga 4.000 ferkm frá 17.000 ferkln sem nytjalaust land.
En samt sem áður er fjarri því, að hinir 13.000 ferkm.,
sem eftir eru, megi teljast vaxnir samfelldum gróðri. Það
er erfitt að geta sér til, hve mikill hluti þessa lands er
gróinn, án þess að styðjast við gróðurkort. Virði menn
hinar einstöku sveitir fyrir sér, verða víðast hvar fyrir
ótrúlega mikil lönd, sem annað hvort eru afblásin og bera
lítinn sem engan eða mjög strjálan gróður.
I sumum héruðum er um helmingur lands eyddur að
gróðri, og á nokkurum stöðum langtum meira, eins og t. d.
á Rangárvöllum og í Landsveit. Mjög víða eru og mikil
og lítt gróin hraun, svo sem Eldhraunið í Skaftafellssýslu,
hraunin á Reykjanesi, Grábrókarhraun í Borgarfirði,
hraunin vestur í Hnappadal og hraunin í utanverðum Að-
aldal. Þar sem hraunanna gætir minna eru víða mikil og
grýtt holt eða berir klapparásar eins og í nágrenni Reykja-
víkur, í Borgarfirði, norður á Skaga og Sléttu og austur á
Héraði. Væri nú gróður sá, sem er í hraunum þessum og
klapparholtum og ásum, orðinn að samfelldri gróðurbreiðu,
mundi hún ekki þekja nema lítinn hluta þess lands, sem
gróðurinn nú er dreifður yfir.
Það má og heldur ekki gleyma því, hve hlíðar margra
dala eru eyddar og blásnar, og er ytri hluti Fnjóskadals
glöggt dæmi þess. Þar er meira en helmingur lands blásinn
og ber.
Að endingu verður að draga frá stöðuvötn og fallvötn,
þegar reiknað er út flatarmál gróðurlendisins. Og þegar
öll kurl koma til grafar er mjög hæpið að telja meira en
helming þess lands, er liggur undir 100 m. hæð, vaxið sam-
felldum gróðri. Áður var búið að draga sandana frá, og