Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1942, Blaðsíða 64
52
Ekkert verður af frásögn þessari ráðið, hversu ,,víðir“
skógar þessir hafi verið, en ætla má, að þar hafi verið um
væna boli að ræða, þar sem annálsritaranum, Birni Jóns-
syni, er þá bjó einmitt á Skarðsá í Sæmundarhlíð og lengi
síðan, þ; tti ástæða til að geta þess sérstaklega, að „við-
inn“ hefði rekið „ofan í Hólm og víðar um Skagafjörð“.
En sennilegt má telja, að skógar þessir hafi ekki náð að
vaxa aftur, því að 100 árum síðar (vorið 1713), er þeir
Árni Magnússon og Páll Vídalín gengu frá jarðabók Blöndu-
hlíðar og Lýtingsstaðahrepps, eru litlar sem engar skógar-
leifar í Austurdal. Segir þar m. a. um Ábæ að „skógur,
sem verið hefir, er eyddur.... Rifhrís þrotið að kalla“.
Skóg hafði Nýibær átt, en er þá „mjög eyddur, þó eru
leifar til kolagerðar og brúka það stólsins landsetar“. í
Selsvallalandi, eyðibýli fyrir vestan Jökulsá hina eystri,
var þá „skógur lítill í þeim landsreit, sem kallaður er
Sperðill, enn nú bjarglegur til kolagerðar“ og á Skatastöð-
um „hrísrif nokkurt til eldiviðar". — I Vesturdal er að-
■eins nefnt „rifhrís“ á tveimur jörðum: á Hofi „til eldi-
viðar bjarglegt og svo til kolagerðar“, og á Þorljótsstöðum
„til eldiviðar og kola nægilegt“, en þar hafði áður skógur
verið, en er þá „gereyddur'*.
Sumarið 1938 fór ég um Austurdal í fylgd með skóg-
ræktarstjóra. Sunnarlega í dalnum á móts við Keldudal,
eru enn lítilfjörlegar kjarrleifar, strjálir runnar allt að
axlarhæð, en mjög er kjarr þetta kræklótt og úrkynjað.
Hríslan hjá Eyvindarmúla.
Páll bóndi og aiþingismaður Sigurðsson í Árkvörn (f.
17. okt. 1808, dáinn 18. ágúst 1873) getur þess í greinar-
korni, sem hann nefnir „Skálarnir fornu“, að Vigfús föð-
urbróðir sinn og Þórður (d. 12. maí 1845) tengdafaðir sinn
Jónsson, bóndi í Eyvindarmúla, hefði rifið síðast og um-
breytt skálanum í Múla. Hafði skálinn þá ekki verið ofan
tekinn frá því „Eyjólfur á Múla gerði það 1. eða 2. árum
eftir Stórubólu" (1707—1708), en þá var Eyjólfur „18