Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1942, Page 34
28
sumrum. Það munar sannarlega um minna en 6 kg mis-
mun á fallþunga dilka að haustlagi, og svo bætist hér
við flokkun kjötsins, þannig að verðmunur er langtum
meiri en þungamismuninum einum nemur. 0g þegar þess
er gætt, að mismunur þessi er meðaltal, hverju mundi þá
ekki muna á þunga og gæðum dilka hjá góðum fjárbænd-
um í Dölum og vestur á fjörðum og lélegum fjárhirðum á
Suðausturlandi ? Skýrslur Páls Zóphóníassonar bera það
með sér, að iandþrengsli hljóta að vera víða um land.
í 54. árgangi Búnaðarritsins er prýðileg grein eftir
Halldór Pálsson í Nesi, þar sem hann leitast við að gera
grein fyrir því, hvernig ærnar borgi fóðrið sitt, og hann
kemst að þeirri niðurstöðu, að of mikill ásetningur í hag-
ana á síðari árum hafi dregið til stórra muna úr gagni fén-
aðarins. Hann segir á einum stað (bls. 75):
„Á afurðaskýrslunni sést það greinilega að ærnar eru nú
á seinni árum mikið tekjurýrari en þær voru fyrir 1930.
Hver er ástæðan? Sennilega eru þær margar. Ein er lík-
lega sú, að féð var hér fleira á þeim árum, sem lömbin eru
rýrust. Þá var liér töluvert af fóðurfé, um 40 kindur. Það
mun hafa meiri áhrif á vænleika f járins en margur hygg-
ur, hvort margt eða fátt fé er í sömu högum, sérstaklega í
gróandanum, einkum þegar landið er lítið, eins og hér á sér
stað“.*)
Þetta er reynsla athuguls bónda, en skyldi ekki fleiri
hafa rekið sig á þetta sama. Skeiðamenn fengu að minnsta
kosti miklu vænna fé af afrétti sínum undir eins og Flóa-
menn urðu að hætta að reka fé sitt til fjalls fyrir fáuni
árum. Girðing var sett yfir Reykjanesið árið 1938. Fé
Reyknesinga var þá bægt frá að rása norður yfir, en við
það tók gróðurinn svo miklum stakkaskiptum, að fénaður
þeirra, sem norðan girðingar búa, þyngdist og batnaði til
stórra muna.
Það yrði of langt mál að telja upp fleiri dæmi land-
*) Leturbréyting mín. H. Bj.