Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1942, Blaðsíða 33
27
hann samt langtum meira graslendi og hagarými heldur
•en nú er til. Og þótt fé og öðrum gripum hafi verið sýnd
meiri harka þá en nú, mun rányrkjan aldrei hafa verið
meiri á iandinu en hin síðari ár.
„Hvað er þá orðið okkar starf
í sex hundruð sumur?
Iiöfum við gengið til góðs
götuna fram eftir veg ?“
Er ekki dæmalaust til þess að vita, að þrátt fyrir allar
framfarir og framkvæmdir á sviði ræktunar, skuli rán-
yrkja og örtröð hafa aukizt stórkostlega. Það er ekki nema
gott eitt að segja um aukna ræktun, og hún mætti sannar-
lega vera meiri en hún er. En það er hormulegt tii þess
að vita, að ræktunin hefir haft þann agnúa í .för með sér,
að rányrkjan á óræktuðu landi vex samfara aukinni rækt-
un. Þetta er öfugstreymi, sem kippa verður í lag hið bráð-
asta.
Það getur ekki verið hagur neins, að bústofninn aukizt
svo, að örtröð í beitilöndum verði svo mikil, að arður bú-
penings minnki. En þetta á sér stað í flestum sveitum
landsins. Alls staðar heyrast kvartanir um landþröng.
Sums staðar spilla hross högum svo, að sauðfé rýrnar, en
annars staðar er sauðfé svo margt, að dilkar ná ekki eðli-
legum þroska.
Páll Zóplióníasson hefir birt skýrslur í Frey um þunga
sláturfjár á öllum sláturstöðum landsins. Skýrslur þessar
eru hinar merkilegustu upplýsingar um fjárrækt lands-
manna. Mismunur á þunga dilka á hinum ýmsu stöðum
er svo mikill, að furðu sætir. Á Suður- og Suðausturlandi
eru dilkarnir allt upp í 6 kg léttari, að því er kjötþunga
snertir, heldur en á Norðvestur- og Norðurlandi. Ástæður
til þessa mikla munar geta verið margar, en aðalástæðan
Mýtur samt að vera vanfóðrun og of mikil beit á vetrum,
samfara landþrengslum og of miklum ásetningi í haga á