Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1955, Page 24
22
Þá voru sums staðar á Héraði svo stórvaxnir skógar,
að úr trjám þeirra mátti byggja öll minni hús og að
miklu leyti hin stærri. Segir séra Sigurður, að gamlir
menn hafi sagt sér frá menjum þessara stóru skóga, bæði
í húsum og fnjóskum, er þeir höfðu séð í æsku. Sjálfur
segist hann hafa séð menjar af allvænum trjám, líklega
frá þeim tíma, t. d. birkifjalir í fjárhúshurð, 6—-7 þuml-
unga breiðar, gamla birkisvola í mæniásum, 7-—8 álna
langa og allt að tvíspenningi að digurð. Meðal annars seg-
ist hann hafa rifið baðstofu fyrir 38 árum, þ. e. 1834. Hún
var byggð af tómu birki nema fáeinir spírustafar voru
innanum. Þessi baðstofa hafði staðið í 60 vetur eftir sögn
manns, er verið hafði við að byggja hana, en var á ní-
ræðisaldri og blindur, er hún var rifin. Var birkið úr
henni mest allt ófúið, og segist séra Sigurður hafa byggt
fjárhús úr því. Gamli maðurinn, sem byggði baðstofuna,
sagði séra Sigurði, að timbrið í hana hefði verið sótt í
næstu skóga.
Sumarið 1755, þegar Katla gaus, féll aska yfir Austur-
land. Var þá mikill hiti og þyrkingur í lofti og lauf skorpn-
aði á skógum og grannar limar skrælnuðu og urðu að
spreki. Fóru þá stórskógar að visna að ofan og kom í þá
uppdráttur, en lágskógur, sem hinn hærri skýldi, varðist
betur. Tóku nú, er frá leið, að falla hinir stærri skógar,
einkum frá 1770—1783. Var þá óspart gengið á þá og
þeim eytt af öllum mætti. Felldu menn trén og stýfðu nið-
ur og færðu í kolagrafir, sem fengust úr 6—10 tunnur
kola. En meginhluti trjánna féll þó af sjálfu sér og sprek-
aði og fúnaði niður í jörðina. Þó voru enn miklir skógar
eftir, þegar Skaftáreldarnir komu upp 1783. Það sumar
fór eins illa með skógana og Kötlugosið eða verr. Herti
þá enn meir á fallinu í öllum skógum og féllu þeir upp
frá því unnvörpum. Um aldamótin 1800 og rétt eftir þau,
telur séra Sigurður, að allir stærri skógar á þeim slóðum
hafi verið fallnir og hafi þá ekki lifað eftir nema smærri
skógur, sem varist hafi á ýmsum stöðum innan um stór-
>