Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1955, Síða 25

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1955, Síða 25
23 skóginn eða lifað eftir Skaptáreldana. Löndin voru þá víða alþakin trjám og viði, sprekuðum og fúnum. Var sums staðar að líta yfir ása og hlíðar eins og á ísmöl sæi, þar sem sólin skein á þessa barklausu hvítu fnjóska. Menn kepptust við að aka sprekunum heim til eldiviðar, en meiri hluti þeirra fúnaði þó ofan í jörðina, en allvíða entust þau þó til eldiviðar fram um 1830, og sums staðar voru þau til nokkurra nota fram um 1850. Smáviðurinn, sem tórði af Skaptáreldana, og sá, sem spratt þar á eftir, varð að nokkrum notum, en honum var mjög hætt, vegna þess að nú hlífði stórskógurinn honum ekki lengur. Nú lenti öll beit, kolagerð og trjáviðar- og eldiviðartak á honum. Síðan getur séra Sigurður þess, að þegar hann kom á Austurland um 1830, hafi enn verið töluverður skógur á Héraði til nokkurra nota. Nefnir hann Eiðaskóg, Mið- húsaskóg, Dalaskóg, Egilsstaðaskóg, Höfðaskóg, Sandfells- og Sauðhagaskóg, Mjóaness-, Hafursár- og Hallorms- staðarskóg, Ranaskóg í Fljótsdal, Hreiðarstaðaskóg í Fellum og Hofsskóg í Álftafirði. Segir hann, að skóg- ar þessir hafi verið smáir, 3—5 álnir á hæð hinar stærstu hríslur á efstu limar. Afturför og fall var í flest- um þeirra, enda var þá hlífðarlaust gengið á þá til kola, eldiviðar, tróðs og raftviðar. Á felliárum skóganna hnign- aði grávíði og rauðvíði. Var sem öllum löndum hnignaði, með því að mörg þeirra tók að blása upp og hlupu og gróf- ust sundur af vatni, þegar viðarræturnar bundu ei leng- ur jarðveginn. Fegurstu skógarnir, sem séra Sigurður sá, er hann kom austur, voru Gatnaskógur í Hallormsstaðar landi og Ranaskógur í Fljótsdal. Þeir höfðu byrjað að vaxa upp aftur eftir Skaptáreldana, þegar fátt var um fénað til að stýfa nýgræðinginn, og voru orðnir allt að tveim álnum um aldamótin 1800. En þá hafði fénaði fjölgað mjög og hinir ungu, lágvöxnu skógar fengu ekki staðist ágang hans. Um 1872, er séra Sigurður ritar ofannefnda grein,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.