Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1955, Blaðsíða 28
26
hafi verið miklir skógar til skamms tíma, sem nú séu
gersamlega eyðilagðir, svo sem í Fellum og Eiðaþinghá.
Á Ekkjufelli og Ormarsstöðum hafi verið stórvaxinn skóg-
ur fram undir 1800, en nú sé ekki urmull eftir af þeim.
í Eiðaþinghá sé allur skógur horfinn nema smávaxið
kjarr í Miðhúsa- og Dalhúsalandi. Á Völlum, segir hann,
að skógar hafi verið miklir til skamms tíma, en nú
víða mjög eyddir. Hann segir, að Egilsstaðaskógur hafi
verið mjög illa farinn fyrir svo sem 10—20 árum, en
ábúandinn, Jón Bergsson, láti sér mjög annt um skóginn
og hafi ekki látið höggva hann, svo að teljandi sé. Enn-
fremur segir hann, að það hlífi þessum skógi mikið, að
víða sé þar mjög snjóþungt, svo að féð nái eigi að bíta
limarnar á vetrum. Hann telur það víst, að skógur þessi
verði allstórvaxinn og þroskamikill, ef hann fái jafngóða
meðferð framvegis sem hann hefur haft á síðustu árum.
Sæmundur lýsir einnig Hallormsstaðarskógi, sem hann
telur stórvaxnastan allra skóga á íslandi. Segir hann, að
mjög hafi verið gengið á þann skóg áður, hafi hann bæði
verið höggvinn og beittur, en um alllangan tíma hafi hann
sama sem ekkert verið höggvinn og láti ábúandinn sér
mjög annt um skóginn. En sá ábúandi var frú Elísabet,
dóttir séra Sigurðar Gunnarssonar. í Fljótsdal segir hann,
að hafi verið miklir skógar til skamms tíma, en séu nú
mjög eyddir. Nokkurt kjarr sé þó á ýmsum stöðum, s. s.
Hrafnkelsstöðum, Víðivöllum ytri og Ranaskógur. Á Víði-
völlum ytri skoðaði Sæmundur skógarleifar þær, sem
eftir voru, og hitti þar gamlan mann, Jón Einarsson að
nafni, sem alla sína tíð hafði verið þar og var þá fyrir
skömmu hættur að búa. Sagði Jón honum, að í sínu ung-
dæmi hefði skógurinn verið svo þéttur, að allmiklir erfið-
leikar hefðu verið á að koma fé í haga frá húsum. Það var
á fyrra parti 19. aldar. En svo var skógurinn höggvinn og
eyddur á allar lundir, að hann var nálega gereyddur, er
Sæmundur kom þangað. Sagðist Jón ekki sjá eftir skógin-
um. Hefði hann verið til ills eins, nema að því leyti sem