Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1955, Síða 28

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1955, Síða 28
26 hafi verið miklir skógar til skamms tíma, sem nú séu gersamlega eyðilagðir, svo sem í Fellum og Eiðaþinghá. Á Ekkjufelli og Ormarsstöðum hafi verið stórvaxinn skóg- ur fram undir 1800, en nú sé ekki urmull eftir af þeim. í Eiðaþinghá sé allur skógur horfinn nema smávaxið kjarr í Miðhúsa- og Dalhúsalandi. Á Völlum, segir hann, að skógar hafi verið miklir til skamms tíma, en nú víða mjög eyddir. Hann segir, að Egilsstaðaskógur hafi verið mjög illa farinn fyrir svo sem 10—20 árum, en ábúandinn, Jón Bergsson, láti sér mjög annt um skóginn og hafi ekki látið höggva hann, svo að teljandi sé. Enn- fremur segir hann, að það hlífi þessum skógi mikið, að víða sé þar mjög snjóþungt, svo að féð nái eigi að bíta limarnar á vetrum. Hann telur það víst, að skógur þessi verði allstórvaxinn og þroskamikill, ef hann fái jafngóða meðferð framvegis sem hann hefur haft á síðustu árum. Sæmundur lýsir einnig Hallormsstaðarskógi, sem hann telur stórvaxnastan allra skóga á íslandi. Segir hann, að mjög hafi verið gengið á þann skóg áður, hafi hann bæði verið höggvinn og beittur, en um alllangan tíma hafi hann sama sem ekkert verið höggvinn og láti ábúandinn sér mjög annt um skóginn. En sá ábúandi var frú Elísabet, dóttir séra Sigurðar Gunnarssonar. í Fljótsdal segir hann, að hafi verið miklir skógar til skamms tíma, en séu nú mjög eyddir. Nokkurt kjarr sé þó á ýmsum stöðum, s. s. Hrafnkelsstöðum, Víðivöllum ytri og Ranaskógur. Á Víði- völlum ytri skoðaði Sæmundur skógarleifar þær, sem eftir voru, og hitti þar gamlan mann, Jón Einarsson að nafni, sem alla sína tíð hafði verið þar og var þá fyrir skömmu hættur að búa. Sagði Jón honum, að í sínu ung- dæmi hefði skógurinn verið svo þéttur, að allmiklir erfið- leikar hefðu verið á að koma fé í haga frá húsum. Það var á fyrra parti 19. aldar. En svo var skógurinn höggvinn og eyddur á allar lundir, að hann var nálega gereyddur, er Sæmundur kom þangað. Sagðist Jón ekki sjá eftir skógin- um. Hefði hann verið til ills eins, nema að því leyti sem
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.