Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1955, Side 29

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1955, Side 29
27 hann hefði verið notaður til eldiviðar, rafttekju og kola- gerðar, því að kol og raft hefði hann selt til mikilla muna. Hann sagði, að það væri að vísu satt, að landið þar sem skógurinn hefði verið, myndi blása upp allmikið, smám saman eftir að skógurinn væri horfinn, en bætti svo við í hálfgerðu gamni, að þá myndi hann sjálfur verða kom- inn undir græna torfu. Telur Sæmundur, að því miður muni margir hafa verið jafn skeytingarlausir um skóginn eins og Jón og sé því ekki ástæða til að álasa honum írekar en flestum öðrum. Gamall maður, Jón Pálsson í Víðivallagerði, sagði Sæmundi frá því, að bróðir sinn, fæddur fyrir aldamótin 1800, hefði verið bóndi á Þorgerð- arstöðum og hefðu í hans tíð verið birkibitar í eldhúsi þar á bænum. Voru þeir úr Kiðjafellsskógi. Þeir voru kantaðir á hliðum og lítið eitt á röðum. Jón Pálsson sá sjálfur þessa birkibita. Húsið var 5 álnir á breidd og bitarnir heldur lengri. Voru bitar þessir líkir að digurð í báða enda, og sýnir það hæðina. Um þær mundir skrifaði Sæbjörn Egilsson á Hrafnkels- stöðum Sæmundi bréf, þar sem hann segir frá skógum í Fljótsdal og búnaðarháttum. Segir hann, að fram á miðja 19. öld hafi verið miklir skógar víðs vegar um dalinn. Voru þá skógar um alla hlíð Norðurdalsins frá Valþjófs- stað að Kleif. Mestur skógur var í Valþjófsstaðarlandi, þar á milli og Hóls. Var gengið mjög á skóg þennan, og var hann mikið notaður til eldsneytis og kolagerðar og einnig til sölu í fjarðarsveitirnar, þar sem kol voru í háu verði gegn sjávarvöru. Segir Sæbjörn, að fjárhús haí'i lítið tíðk- ast um þessar slóðir fyrr en á öndverðri 19. öld. Timbur hafi menn lítið keypt nema í bæjarhús, en skógviður var notaður í útihús. Hann segir og, að raftviður hafi verið vel borgaður, þar sem hann fékkst keyptur. Skógviðar- hrísla, sem hafði gildleika til að vera rafttæk á þriggja álna lengd, kostaði hálfan ríkisdal, og er það gífurlega hátt verð í samanburði við bæði vinnulaun og verðlag á flestum nauðsynjum á þeim tímum. Vinnumannslaun yfir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.