Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1955, Síða 32
30
og í uppsveitum HéraSsins, vegna þess að þar er svo mikið
mýrlendi. En af því að þeir voru tiltölulega umfangslitlir
í hlutfalli við fjölda gripa og manna á svæðinu, var meira
farið að ganga á þá fyrir hið mikla skógarfall en skóg-
ana á Upphéraði, og eftir skógarfallið mikla var auð-
velt fyrir fénaðinn að ráða niðurlögum hinna dvergvöxnu
trjáa, er eftir stóðu.
Á Úthéraði eru oft mikil snjóþyngsli og nær lítt til
jarðar. Hefur snjólagið þá margsinnis verið þannig, að féð
hefur ekki náð til annars en hæstu toppa hinna stærri
trjáa. Þannig hafa þessir skógar gereyðst fljótlega eftir
skógarfallið. Á Upphéraði var að jafnaði miklu snjólétt-
ara, og náði féð því betur til jarðar, og var því minna
gengið á skógana í skaplegum vetrum. Hin hraða eyðing
skóganna þar frá því fyrir eða um miðja 19. öld mun
stafa bæði af miklum fjárfjölda og því, að bæði kol og
raftviður voru í háu verði, eins og áður er sagt. Til raft-
viðarins dugðu aðeins hæstu hríslurnar og voru því fyrst
og fremst höggnar. Skógarleifarnar hurfu því óðfluga,
enda þótt tíðarfar og vaxtarskilyrði skóga væru yfirleitt
sæmileg um þær mundir.
Það er engin ástæða til að ætla, að skilyrðin til að varð-
veita skóginn hafi verið betri á Hallormsstað og Egils-
stöðum en víða annars staðar á Fljótsdalshéraði. Skógar-
fallið mikla kom auðvitað engu síður við þá en aðra skóga
þar um slóðir, og á öndverðri 19. öld munu þeir ekki hafa
staðið ýmsum öðrum skógum miklu framar. En svo giftu-
samlega tókst til, að á síðari hluta 19. aldar voru þar ábú-
endur, er stóðu flestum framar um skilning á gildi skóg-
anna, og ef til vill væri hinn mesti og fegursti skógur
íslands með öllu horfinn, ef séra Sigurður Gunnarsson
og síðan frú Elísabet dóttir hans hefðu ekki búið á Hall-
ormsstað á þeim tíma, sem mestu máli skipti, sömuleiðis
Egilsstaðaskógur, ef Jóns Bergssonar hefði ekki notið við.
Skúli Þórðarson.