Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1955, Side 32

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1955, Side 32
30 og í uppsveitum HéraSsins, vegna þess að þar er svo mikið mýrlendi. En af því að þeir voru tiltölulega umfangslitlir í hlutfalli við fjölda gripa og manna á svæðinu, var meira farið að ganga á þá fyrir hið mikla skógarfall en skóg- ana á Upphéraði, og eftir skógarfallið mikla var auð- velt fyrir fénaðinn að ráða niðurlögum hinna dvergvöxnu trjáa, er eftir stóðu. Á Úthéraði eru oft mikil snjóþyngsli og nær lítt til jarðar. Hefur snjólagið þá margsinnis verið þannig, að féð hefur ekki náð til annars en hæstu toppa hinna stærri trjáa. Þannig hafa þessir skógar gereyðst fljótlega eftir skógarfallið. Á Upphéraði var að jafnaði miklu snjólétt- ara, og náði féð því betur til jarðar, og var því minna gengið á skógana í skaplegum vetrum. Hin hraða eyðing skóganna þar frá því fyrir eða um miðja 19. öld mun stafa bæði af miklum fjárfjölda og því, að bæði kol og raftviður voru í háu verði, eins og áður er sagt. Til raft- viðarins dugðu aðeins hæstu hríslurnar og voru því fyrst og fremst höggnar. Skógarleifarnar hurfu því óðfluga, enda þótt tíðarfar og vaxtarskilyrði skóga væru yfirleitt sæmileg um þær mundir. Það er engin ástæða til að ætla, að skilyrðin til að varð- veita skóginn hafi verið betri á Hallormsstað og Egils- stöðum en víða annars staðar á Fljótsdalshéraði. Skógar- fallið mikla kom auðvitað engu síður við þá en aðra skóga þar um slóðir, og á öndverðri 19. öld munu þeir ekki hafa staðið ýmsum öðrum skógum miklu framar. En svo giftu- samlega tókst til, að á síðari hluta 19. aldar voru þar ábú- endur, er stóðu flestum framar um skilning á gildi skóg- anna, og ef til vill væri hinn mesti og fegursti skógur íslands með öllu horfinn, ef séra Sigurður Gunnarsson og síðan frú Elísabet dóttir hans hefðu ekki búið á Hall- ormsstað á þeim tíma, sem mestu máli skipti, sömuleiðis Egilsstaðaskógur, ef Jóns Bergssonar hefði ekki notið við. Skúli Þórðarson.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.