Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1955, Qupperneq 35
33
Vorið var kalt og frost um nætur, svo að ekki þótti rétt
að gróðursetja, þá er fyrstu og annars bekkingar fengu
heimfararleyfi, en það var í lok apríl. Var því gróður-
setningu frestað þar til í lok maí og unnu þriðjubekking-
ar að henni. Gróðursettu þeir 300 sitkagreni 2/2 í Réttar-
brekku, 500 furu- 3/0 og 500 birkiplöntur 2/2.
1952. Veðrátta var mild næsta vetur; vor gekk snemma
í garð og var veðurblíða mikil um mánaðarmótin apríl
og maí.
Gróðursettu nú fyrstu og annars bekkingar 2500 birki-
plöntur, 200 rauðgreni, 100 sitkagreni og 200 lerkiplöntur.
En er vika var af maí gerði kalda af norðri, er stóð
um hálfan mánuð, með næturfrosti, þurranæðingi og mold-
roki. Birkið þoldi illa þessi snöggu veðraskipti. Það brum-
kól, enda voru plönturnar litlar og lítt þroskaðar. Sitka-
grenið sakaði alls ekki, en rauðgrenið og lerkið skemmd-
ist allmikið.
Þetta vor var girtur reitur á Skógasandi sunnan Kvernu.
Reitur þess er einn hektari að stærð og gróðursettu nem-
endur þar 300 birkiplöntur, nokkur sitkagreni og fáeinar
furur. Birkið var olltof smátt til slíkra nota, en þó lifir
það og hefur ekki lyfst upp af völdum holklaka. í lok maí
gróðursettu þriðjubekkingar 300 sitkagreni, og var skól-
inn þá svo heppinn að fá heimsókn ungra Norðmanna, er
komu að Skógum 1 fylgd með skógarverðinum á Tuma-
stöðum.
1953. Vorið 1953 var ekki kleift að gróðursetja, þá er
yngri bekkir fóru heim, og unnu þriðjubekkingar einir að
gróðursetningu. Skógrækt ríkisins gaf skólanum 3500 furu-
plöntur þriggja ára, 3/0, en auk þess voru gróðursettar
2500 furur, 200 birki-, 300 sitkagreni- og 100 rauðgreni-
plöntur; 200 furur 2/2 voru settar í elsta furureitinn í
stað þeirra, er dáið höfðu.
195Í. Stærsta átakið í skóggræðslu hér í Skógum hefur
verið gert í vor. Um sumarmál gróðursettu nemendur úr
3