Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1955, Síða 44
42
um síðan 1945 og til þess notað það skjólbelti, sem gróð-
ursett var vorið 1940.
Þessum athugunum hef ur verið þannig til hagað: Byggi,
höfrum og vorhveiti hefur verið sáð með sama áburði,
sáðtíma og í sams konar jarðveg á skjóllaust land og í
skjóli við trjábelti, 3 m vestur frá belti. En samanburður-
inn er síðan gerður á þúsundkornaþyngd kornsins þau
5 sumur, er þessar athuganir hafa farið fram.
Árangurinn hefur orðið þessi:
Uppskera á korni á Sámsstöðum í skjóli og skjóllausu landi.
I skjóli Hundraðstala Skjóllaust
Ár. Tegund. 1000 korn Skjóllaust 1000 korn
vega grömm. = 100. vega grömm.
1945. Bygg 41,6 123 33,8
Slæmt Sv. orionhafrar . 34,0 144 23,6
ár. Vorhveiti 32,2 117 27,6
1946. Bygg 52,2 116 45,2
Gott Sv. orionhafrar . 36,7 115 31,9
ár. Vorhveiti 36,7 117 31,4
1952. Sigurbygg 29,5 118 25,5
Slæmt Samehafrar ... 47,0 150 31,3
ár. Vorhveiti 17,5 117 15,0
1953. Sigurkorn 43,7 126 34,7
Gott Samehafrar ... 45,7 129 35,4
ár. Vorhveiti 35,1 110 32,4
1954. Sigurkorn 36,7 122 30,0
Gott Sv. orionhafrar . 42,0 110 38,2
ár. Vorhveiti 31,2 195 15,7
Tölurnar sýna, að kornteg. ræktaðar í skjóli hafa allt-
af verið mjölvisríkari en á skjóllausu landi. Gildir þetta al-
veg sérstaklega, ef sumrin eru köld, eins og 1945 og 1952.
Þá hefur skjólið algerlega bjargað þroskuninni. Árið 1952
nær vorhveiti ekki fullum þroska í skjóli, en það var vegna
þess, að þá hafði ég ekki rétt afbrigði — amerískt hveiti,
fremur seinþroska — en hin árin sænskt afbrigði, er oft
hefur náð hér góðum þroska, Diamant I.
Það má áreiðanlega fullyrða, að skjólbelti um kornrækt
væri mikil öryggisráðstöfun fyrir þá framleiðslu, og álít
ég, að þessar athuganir bendi ótvírætt til þess.