Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1955, Page 89
87
Ennfremur má geta þess, að landnemarnir í Straums-
landi settu niður 800 birki, 750 skógarfurur frá Troms-
strönd, 550 lerki frá Hakaskoja og 500 sitkagreni frá
Homer.
Hér hefur þá verið talið upp hið helsta, sem gróður-
sett var í girðingar Skógræktar ríkisins. Sleppt hefur
verið nokkru úr sakir ónógra upplýsinga.
BYGGINGAR OG VEGAGERÐ.
I Vaglaskógi var mikið unnið að vegagerð, enda mikil
þörf á því. Vegurinn eða stígurinn frá Skógarseli að
Kumblaflöt var lagfærður og eins vegurinn úr gróðrar-
stöðinni og upp að Vöglum. Þá var og borið ofan í veginn
suður úr Hróarsstaðanesi og suður að Mörk. Sýsluvega-
sjóður og vegagerð ríkisins tóku nokkurn þátt í viðgerð
þessa síðasttalda vegar. Ennfremur var haldið áfram með
undirbyggingu vegar suður að Þórðarstöðum, en það verk
sækist seint sakir óhemju kostnaðar, og nú þegar líkur
eru fyrir að brú komist á Fnjóská nálægt Þórðarstöðum,
er mjög hæpið, hvort slík vegagerð eigi rétt á sér.
í Hallormsstaðarskógi var rudd gömul beitarhúsaleið
á 1,5 km langri leið suður og upp af bænum. Á þetta að
verða skógarvegur þegar honum er lokið, þannig að unnt
verði að yrkja skóginn þar umhverfis.
Á þessu ári má heita að lokið hafi verið til fullnustu við
verkafólksbústað á Hallormsstað. Húsið rúmar 20 manns,
þegar það er fullskipað, en stærð þess er um 483 tenings-
metrar. Byggingarkostnaður er milli 170 og 180 þúsund
krónur, og hefur orðið að dreifa byggingarkostnaðinum
á framkvæmdafé fárra ára sakir þess, að ómögulegt er að
fá byggingarlán.
Við Jafnaskarðsskóg var stækkað lítið hús, sem notað
hefur verið sem viðleguhús fyrir verkafólk. Nú rúmar
það 6—7 manns, og er sæmileg vistarvera.
Á Vöglum voru byggð upp aftur útihús, sem skemmdust