Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1955, Síða 105
103
Að Kornsá í Vatnsdal var girtur y2 hektari og % ha á Brekku í Þingi.
Haldnir voru 2 stjórnarfundir á árinu.
í sjóði f. f. ári kr. 3. 605,30, tekjur á árinu kr. 7.790,12. Gjöld á árinu
kr. 5.158,90. í sjóöi kr. 6.236,52. Hrein eign kr. 7.916,52.
Skógræktarfélag Austurlands.
Stjórn félagsins: Guttormur Pálsson formaður, Þórarinn Þórarinsson
ritari, Sigurður Blöndal gjaldkeri. Tala félaga 404.
Gróðursett var á vegum félagsdeilda og' einstaklinga á félagssvæðinu:
3.845 birki, 3.070 síberískt lerki, 6.810 skógarfura, 1.425 rauðgreni og 1.560
sitkagreni. Alls 16.710 plöntur. Auk þess voru afgreiddar gegnum plöntu-
sölu félagsins 2.145 garðplöntur ýmissa tegunda.
Félagið greiddi niður verð á skógarplöntum til félagsmanna sem nam
helmingi af nettóverði þeirra.
Keyptar voru á árinu allmiklar birgðir af girðingarefni. Af því var 1.000
m úthlutað til eins félagsmanns til þess að ljúka friðun á stóru landssvæði,
er hann hefur tekið til skógræktar.
Á árinu bættist ein deild við í félagið, Skógræktarfélag Vopnafjarðar,
með 38 meðlimum. Haldinn var aðalfundur og nokkrir stjórnarfundir. Þá
gekkst félagið fyrir samkomu í Atlavík í Hallormsstaðarskógi dagana 3.
og 4. júlí í sambandi við aðalfund Skógræktarféiags íslands. Urðu af því
verulegar tekjur.
í sjóði f. f. ári kr. 374,00, tekjur á árinu kr. 49.924,88. Gjöld á árinu
kr. 54.065,78. Gjöld umfram tekjur kr. 3.766,90. Hrein eign kr. 61.194,90.
Skógræktarfélag Austur-Skaftfellinga.
Stjórn félagins: Þorsteinn Guðmundsson formaður, Benedikt Þor-
steinsson ritari, Kristján Benediktsson gjaldkeri, Jón Stefánsson og Hreinn
Eiríksson. Tala félaga 160.
Gróðursett var á vegum félagsins: 450 birki, 350 síberískt lerki, 1.550
skógarfura, 1.250 rauðgreni, 255 sitkagreni, 160 Alaskaösp og 10 reynir.
Alls 4.020 plöntur. Auk þess afhentar í garða 205 plöntur.
Girtur var um 1 hektari lands af kjarrlendi á Hlíð í Lóni, ennfremur
var girtur um 1 ha kjarrlendis í Staðarfjalli í Suðursveit. Þá voru girtir
um 1.200 fermetrar í Reynivallabrekku.
Haldinn var aðalfundur á árinu.
í sjóði f. f. ári kr. 1.000,00, tekjur á árinu kr. 3.600,00. Gjöld á árinu
kr. 4.609,97. Gjöld umfram tekjur kr. 9,97. Hrein eign kr. 260,00.
Skógræktarfélagiö Björk.
Stjórn félagsins: Sigurður Elíasson, Garðar Halldórsson og Jens Guð-
mundsson. Tala félaga 25.
Gróðursett var í Barmahlíð: 1.200 skógarfura, 15 Kúrileyjalerki. 100
rauðgreni, alls 1.315 plöntur.
Haldinn var einn fundur á árinu.
í sjóði f. f. ári kr. 4.309,61, tekjur á árinu kr. 2.499,98. Gjöld á árinu
kr. 1.160,00. í sjóði kr. 5.649,59. Hrein eign kr. 9.374, 59.