Skógræktarritið - 15.05.2006, Side 23

Skógræktarritið - 15.05.2006, Side 23
 i I TERVETE ÚTIVISTARSKÓQURINN í LETTLANDI Vel útfærðar hugmyndir þar sem notað er eingöngu efni úr skóginum Inngangur Það er ævintýri að heimsækja útivistarskóginn Tervete Nature Park í suðurhluta Lettlands. Skógurinn er á landi í opinberri eigu og er rekinn af Latvijas Valsts Mezi, Ríkisskógrækt Letta. Heimsókn mín til Lettlands var í tengslum við starf innan COST áætlunar Evrópusambandsins, sem er skammstöfun fyrir „Evrópusamstarf á sviði vísinda- og tæknirannsókna". Tekur það samstarf til margra sviða og er skógrækt eitt þeirra. lnnan skógræktar starfa síðan nokkrar ólíkar COST áætlanir og fjallar ein þeirra um útivistar- skóga og uppbyggingu þeirra (COST33). Þar höfum við af töluverðri reynslu og þekkingu að miðla í evrópsku samhengi, jafnframt því sem við getum sótt mikinn fróðleik f þeim efnum til annarra Evrópuríkja. Á vegum verkefnisins er nú unnið að því að safna saman upplýsingum varðandi stöðu mála í útivistarskógrækt í Evrópu. Þannig verður til mikill banki upplýsinga sem leggja á til grundvallar við stefnumótun Evrópusambandsins á þessu sviði. Tervete í Lettlandi er vinsælt skóglendi, þar sem mikið hefur verið lagt í uppbyggingu útivistaraðstöðu. Skógurinn er alls um 1.200 hektarar þar sem skiptast á vel uppbyggð úti- vistarsvæði, leiksvæði og síðan ýmsar gerðir skóglenda sem bjóða upp á lengri og skemmri göngu- og hjólaferðir. Skógur- inn er mest skógarfura, rauð- greni og birki, víða afar vöxtu- legur með teigum um og yfir 30 m háum. í Tervete er stórt svæði byggt upp í kringum ævintýraheim skáldkonunnar Anna Brigadere (1861-1933) en hún skrifaði fjöldamargar sögur og ævintýri sem börn á öllum aldri hafa alist upp við í Lettlandi. Sérstaklega er áhugavert hvernig þeir nýta eingöngu efni úr skóginum sjálfum til að byggja upp útivistaraðstöðuna. Það er til fyrirmyndar fyrir okkur hér á íslandi, nú þegar víða stendur fyrir dyrum að grisja eldri skógarreiti. Þarna er að finna mjög margar góðar hugmyndir og eru í þessari grein myndir af ýmsum áhugaverðum lausnum sem vonandi geta veitt innblástur. jjeoÉ m s* Pj
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.