Skógræktarritið - 15.05.2006, Side 36
10. mynd. Vorið 1962 voru yróðursett í Stóraskógi á Hallormsstað tœplega 16 þús. blágreni
íeinum teig. Sá langstœrsti á landinu á þeim tíma. Kvæmi Sapinero, Colo. Myndin er úr
þessum teig. Mynd: S.B/., 17-09-01.
blágrenis á íslandi á öldinni sem Péturssonar í Skógræktarritinu
leið er í lfnuriti f grein Jóns Geirs 1999, 2. tbl. Hér er línuritið.
Hin stóraukna gróðursetning
síðustu ára miðar einkum að þvf
að rækta jólatré.
Reynsla í landshlutum
Blágreni var lengst af gróðursett
mest um norðan- og austanvert
landið og hefir yfirleitt vaxið
hægt, en örugglega. Þannig kom
í ljós f könnun, sem gerð var í
skógarreitum á Austurlandi 1968
- 69, að blágreni hafði af greni-
tegundum staðið best af sér
kuldaárin 1965-1968 (Þorsteinn
Sigurðsson 1969). Tegundin fer
mjög hægt af stað, en hefir hin
allra síðustu ár sprett verulega úr
spori, sannast að segja svo
undrum sætir. Hafa mælst ár-
sprotar allt að 77 cm í Ranaskógi
og á Hallormsstað.
í lágsveitum Suðurlands er
þessi tegund í hættu, af því að
hún getur lifnað of snemma eftir
hlýindakafla á vetrum (= þarf lága
hitasummu til að vakna).
Vaxtarmælingar
í „Landsúttekt á skógræktar-
skilyrðum", sem Rannsókna-
stöðin á Mógilsá lét gera
1997-2002 getur að líta mælingar
á vexti blágrenis í öllum lands-
hlutum. í töflu 1 eru valdar tölur
úr 34 mælireitum. ÁVestfjörðum
eru þeir aðeins 2, en í hinum
fjórum eru tölur úr 6 til 10
reitum. Yfirleitt eru hérteknar
tölur úr mælingu í 100 m2 hring,
en í einum 50 m2 (Grund).
Innan hvers landshluta er
mælireitunum raðað eftir
yfirhæð. Það gefur réttlátastan
samanburð. Trjáfjöldi í reitunum
er svo breytilegur og af því
leiðandi bolrúmmál og ársvöxtur
í m3, að samanburður á því segir
nánast ekkert.
Hæstu blágrenitré á fslandi
eru á Hallormsstað. Hæsta tréð,
sem Flensborg gróðursetti í Efri-
Mörkinni 1905, var vorið 2005
34
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2006