Skógræktarritið - 15.05.2006, Qupperneq 38
18. júní voru þær gróðursettar í
rásir í birkikjarri í reit 2070 í
Leitistagli íÁsólfsstaðafjalli. Alls
6.121 planta. Þarna er allbrött
hlíð, sem veit móti suðaustri.
Plönturnar hafa aldrei fengið
áburð. Hreinsað var frá þeim að
hluta 1992. Jólatré hafa verið
höggvin í reitnum, en þess gætt,
að það væri aðeins nauðsynieg
grisjun.
Hinn 14. mars 2006 mældu
Böðvar Guðmundsson skóg-
ræktarráðunautur og Björgvin
Eggertsson skógverkfræðingur
hæð á öllum kvæmunum. Mæld
voru 15 tré f hverri röð og reiknað
meðaltal þeirra og einnig meðal-
lengd ársprota í hverri röð.
Lægsta meðaltal f röð sýndi
kvæmið Stanley í Alberta í um
2.200 m h.y.s., 2,45 m, en hæsta
meðaltal í röð sýndi kvæmið
Baker Lookout í Br. Col. í 2.070 m
h.y.s., 5,10 m. Kvæmi Hallorms-
staður, frænr. B 742, sýndi
meðalhæðina 4,03 m (gróður-
settar af því 124 plöntur), og
Highwood Summit 3,28 m.
12 kvæmi mældust með
meðalhæð yfir 4 m. Lægsta
meðallengd ársprota 2005 var 12
cm, en hæsta 24 cm.
Það er ómetanlegt, að svo vel
heppnaðist að varðveita þessi
dýrmætu kvæmasýni af blágreni
frá meginheimkynnum þess.
Tilraunin ervandlega
kortlögð, og sá Úlfur Óskarsson
frá Selfossi um gróðursetning-
una.
Heimild: Skýrsla BG og BE
Sjúkdómar og meindýr
Sjúkdómar. Lengi vel bar
ekki á sjúkdómum á blágreni, en
nú hefir breyting á orðið.
Greniryð (Cfirysomyxa abietis
Unger) hefir fundist í uppsveitum
Suðurlands, á Vesturlandi og
stingur sér niður hér og þar víðar.
Grenibarrfellir (Rizospfiora
calkoffii Bubák) hefir valsað um
Suðurlandsundirlendið og Skaga-
fjörð. Blágreni virðist næmt fyrir
honum.
Meindýr. Blágreni er mjög
næmt fyrir sitkalús (Elatobium
abietinum Walker), jafnvel næmara
en sitkagreni og hvítgreni. Þegar
lúsafaraldrar ganga yfir hefir
blágreni stundum afnálast ger-
samlega, en lifað af, þegar
brumið er óskemmt. Tréð þarf 3
Á meðfylgjandi korti eru settir inn flestir staðir í Colorado, sem blágrenifræ hefir verið sótt til í
ræktun á íslandi.
13. mynd. Fræbankar blágrenis fyrir ísland íColorado. Teikning: SkarphéSinn Smári Þo'rkallsson.
36
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2006