Skógræktarritið - 15.05.2006, Page 41
ár til að byggja upp nægilegan
nálaforða til að ná eðlilegum
vexti. Hér skal minnt á það, að
tveir yngstu nálaárgangar á
sígrænum barrtrjám annast um
70% af koltvíildisnáminu.
Fyrir garðeigendur, sem eiga
blágreni í garði sínum er árfðandi
að fylgjast grannt með lúsagangi
og úða trén f tfma með skordýra-
eitri (sjá „Heilbrigði trjáa").
Köngulingur (Oligonychus
ununguis Jakobi) hefir gert mikinn
usla í jólatrésekrum á Hallorms-
stað (og kannski víðar) og gert
fjölmörg tré ónothæf sem jólatré.
Valdið þannig miklu fjárhags-
tjóni.
En minnt skal á, að köngul-
ingur áreitir bara ung tré, og með
aldrinum hrista þau hann af sér.
Athugun á eiginleikum
blágrenikvæma sem jólatrjáa
Fram að þessu hafa aðallega
skógarverðir Skógræktar ríkisins
valið jólatré af þlágreni, af þvf að
í þjóðskógunum var það mest
gróðursett frá 1955 og næstu 20
árin.
Skógarverðirnir sáu fljótt, að
geysilegur munur einstaklinga er
innan kvæma af blágreni í þessu
tilliti. Lítill hluti trjáa í hverjum
hópi reynist hæfur. Yfirgnæfandi
hluti trjánna hefir of mjóa eða of
óreglulega krónu til að hæfa sem
jólatré. Við þetta bættust svo
skemmdir af völdum sitkalúsar
og köngulings.
Böðvar Guðmundsson
starfaði um langt árabil hjá
Skógrækt ríkisins á Suðurlandi og
frá 1986 sem skógarvörður. Hann
valdi þar jólatré og seldi. Þegar
sýnt var, að þlágreni og fjalla-
þinur yrðu framtíðarjólatré í
skógrækt á íslandi, tók hann sig
17. mynd. Úr blágrenisafninu ít>jórsárdal. Mynd: fiöðvar Guðmundsson, 14-03-06.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2006
39