Skógræktarritið - 15.05.2006, Qupperneq 43
Saga af fágætu kvæmi
Myndir í þessum kafla eru af blágreni, sem
gróðursett var 1960 á Hallormsstað. Það voru 760
plöntur. Óvenjuleg er sagan af þvf, hvernig fræið
þarst hingað.
Sumarið 1952 komu að Hallormsstað tvær
bandarískar stúlkur, sem unnu í þvottahúsi
herstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli. Þeim var
sýndur skógurinn og gróðrarstöðin og hrifust mjög
af skógræktinni. Þær spurðu, hvort þær gætu rétt
hjálparhönd. Af því að þær voru frá Denver í
Colorado, var þeim svarað svohljóðandi: „Útvegið
okkur blágrenifræ úr háfjöllum Colorado!"
Um veturinn fékk Hákon Bjarnason skógræktarstjóri
lítinn fræpakka, sem sendur var til landsins af Miss
Joy Coombs, Keflavíkurflugvelli. Þetta var blágreni-
fræ, sem Mr. M. Walther Pesman, 372, South
Humbolt St., Denver, hafði safnað í 12.000 feta
(3.600 m) h.y.s. í Old Monarch Pass, Colorado.
Þessu litla fræsýni var sáð í gróðrarstöðinni á
Hallormsstað vorið 1953 og tveimur árum seinna
voru dreifsettar 3.230 plöntur. Þær hafa líklega verið
mjög smáar, því að þær stóðu 5 ár í dreifbeði. Vorið
1960 voru 760 plöntur gróðursettar undir birkiskerm
í Lýsishól í Hallormsstaðaskógi. Þær lifðu allar.
Fyrri myndin er tekin, þegar teigurinn var 26 ára
gamall frá gróðursetningu en sú sfðari 20 árum
síðar. Allir skógræktarmenn, sem litu hann augum,
voru sammála um, að hérværi formfegursta blágreni
á íslandi - og var þá mikið sagt.
Veturinn 1991 var ljóst, að sitkalúsin hefði gert
heiftarlegt áhlaup, svo að um vorið voru allar nálar
brúnar og trén urðu strfpuð. En brum náðu að
springa út og nýjar nálar að myndast. Þar með var
þessu fagra greni bjargað frá dauða. Eftir tvö sumur
frá nálamissinum var tæpast merkjanlegt á
jaðrinum, að nokkurt áfall hefði orðið.
Nú er þessi teigur orðin 46 ára gamall. Yfirhæðin
er um 10 m og ársprotar á drottnandi trjám aðeins 5
- 10 cm um þessar mundir. En ljóst er, að frá 1991
eru sprotar stuttir í þrjú ár. Þar með er talinn vöxtur
sumarsins 1993, sem var hið kaldasta á Hallorms-
stað sfðan 1979.
Þetta kvæmi er sótt í mesta hæð yfir sjávarmáli
allra blágrenikvæma á íslandi.
f daglegu tali skógræktarmanna á Hallormsstað
er það nefnt „Þvottakonublágrenið".
Myndir. SBL
20. mynd.
21. mynd.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2006
41