Skógræktarritið - 15.05.2006, Blaðsíða 43

Skógræktarritið - 15.05.2006, Blaðsíða 43
Saga af fágætu kvæmi Myndir í þessum kafla eru af blágreni, sem gróðursett var 1960 á Hallormsstað. Það voru 760 plöntur. Óvenjuleg er sagan af þvf, hvernig fræið þarst hingað. Sumarið 1952 komu að Hallormsstað tvær bandarískar stúlkur, sem unnu í þvottahúsi herstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli. Þeim var sýndur skógurinn og gróðrarstöðin og hrifust mjög af skógræktinni. Þær spurðu, hvort þær gætu rétt hjálparhönd. Af því að þær voru frá Denver í Colorado, var þeim svarað svohljóðandi: „Útvegið okkur blágrenifræ úr háfjöllum Colorado!" Um veturinn fékk Hákon Bjarnason skógræktarstjóri lítinn fræpakka, sem sendur var til landsins af Miss Joy Coombs, Keflavíkurflugvelli. Þetta var blágreni- fræ, sem Mr. M. Walther Pesman, 372, South Humbolt St., Denver, hafði safnað í 12.000 feta (3.600 m) h.y.s. í Old Monarch Pass, Colorado. Þessu litla fræsýni var sáð í gróðrarstöðinni á Hallormsstað vorið 1953 og tveimur árum seinna voru dreifsettar 3.230 plöntur. Þær hafa líklega verið mjög smáar, því að þær stóðu 5 ár í dreifbeði. Vorið 1960 voru 760 plöntur gróðursettar undir birkiskerm í Lýsishól í Hallormsstaðaskógi. Þær lifðu allar. Fyrri myndin er tekin, þegar teigurinn var 26 ára gamall frá gróðursetningu en sú sfðari 20 árum síðar. Allir skógræktarmenn, sem litu hann augum, voru sammála um, að hérværi formfegursta blágreni á íslandi - og var þá mikið sagt. Veturinn 1991 var ljóst, að sitkalúsin hefði gert heiftarlegt áhlaup, svo að um vorið voru allar nálar brúnar og trén urðu strfpuð. En brum náðu að springa út og nýjar nálar að myndast. Þar með var þessu fagra greni bjargað frá dauða. Eftir tvö sumur frá nálamissinum var tæpast merkjanlegt á jaðrinum, að nokkurt áfall hefði orðið. Nú er þessi teigur orðin 46 ára gamall. Yfirhæðin er um 10 m og ársprotar á drottnandi trjám aðeins 5 - 10 cm um þessar mundir. En ljóst er, að frá 1991 eru sprotar stuttir í þrjú ár. Þar með er talinn vöxtur sumarsins 1993, sem var hið kaldasta á Hallorms- stað sfðan 1979. Þetta kvæmi er sótt í mesta hæð yfir sjávarmáli allra blágrenikvæma á íslandi. f daglegu tali skógræktarmanna á Hallormsstað er það nefnt „Þvottakonublágrenið". Myndir. SBL 20. mynd. 21. mynd. SKÓGRÆKTARRITIÐ 2006 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.