Skógræktarritið - 15.05.2006, Blaðsíða 49
Erlendur Halldórsson & *►. AJ.
Skógræktarfélag Heiðsynni
Eitt afsprengi þeirrar ræktunar-
og uppbyggingaröldu sem fór um
sveitir um og upp úr miðri síð-
ustu öld var Skógræktarfélag
Heiðsynninga. Það var stofnað í
lok maímánaðar árið 1951, en
nánari tímasetningu á stofn-
fundardag er ekki að fá þar sem
ekki finnast neinar gerðabækur
félagsins frá fyrri árum, hafi þær á
annað borð verið skráðar. En
það er gömul og margsögð saga
að fundargerðabækur frá fyrri
tímum eru mjög svo gjarna
glataðar þegar til á að taka.
Líða svo 40 ár í sögu þess
félags sem hér um ræðir að ekki
verður stuðst við slík gögn og
það er ekki fyrr en þegar nýju lífi
er blásið í það árið 1990 að
finnast skráðar og undirritaðar
fundargerðir þess.
Þessi vöntun heimilda kemur
þó ekki svo mjög að sök. Hvort-
tveggja er að félagið starfaði
aðeins á einu afmörkuðu sviði,
þ.e. að skógrækt, og ekki urðu tíð
mannaskipti í stjórn þess fyrstu
3-4 áratugina.
Skýrslur um starfsemi félags-
ins og fjárreiður, með undirritun
stjórnar, voru og sendar Skóg-
ræktarfélagi íslands árlega og má
af þeim gera sér næsta skýra
grein fyrir viðfangsefnunum
hverju sinni.
Fyrstu tildrög að stofnun
Skógræktarfélags Heiðsynninga
má rekja til tvennra upptaka.
Af svarbréfi frá Hákoni Bjarna-
syni, þáverandi skógræktarstjóra,
dagsettu 24. mars 1951, til Þórðar
Gíslasonar á Ölkeldu, sést að
Þórður, sem þá, og um langa
hríð, var formaður Ungmenna-
félags Staðarsveitar, hefur snúið
sér til Skógræktar ríkisins með
fyrirætlanir og hugmyndir sínar
og ungmennafélagsins um skóg-
rækt og beiðst þaðan liðsinnis.
Bréf þar að lútandi frá Þórði
hefurverið dagsett 4. mars 1951.
Kafli úr svari Hákonar hljóðar
SVO:
„—En um ungmennafélagið og
fyrirætlanir þínar verð ég að
segja, að mér líst vel á. Nú hagar
svo til að í Eyjahreppi er vfst
mikil hreyfing meðal nokkurra
manna, og þó einkum kvenna,
um að stofna skógræktarfélag, og
ætti ungmennafélagsskapur þinn
að reyna að hafa samflot við þau.
Lögin mæla svo fyrir að skóg-
ræktarfélög geti fengið styrk til
girðinga og plöntunar, en ekki er
hægt að láta hann ganga beint til
ungmennafélaga. Styrkirnir eru
árlegir, og fyrir þá má með tíð og
tíma koma upp mörgum girð-
ingum. Ennfremur hafa skóg-
ræktarfélög sérstök kjör hvað
verð plantna snertir. - Ég tel því
rétt að þú, ásamt öðrum áhuga-
mönnum hefðir forgöngu um
Opiim skógur í Hofsstaðaskógi ágúst 2005. Mynd: B.J.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2006
47