Skógræktarritið - 15.05.2006, Side 52

Skógræktarritið - 15.05.2006, Side 52
V/ð vígslu Margrétarlundar ílandi Hrossholts haustið 2005. Margrét ásaml börnum og öðrum afkomendum. Mgnd: Einar Gunnarsson. náð mínum eyrum, en vel má vera að hún hafi eigi að síður átt sér stað. Niðurlagsorðin íbréfi Hákon- ar um áhuga Margrétar í Dals- mynni eru mjög svo verðskulduð, en því miður gátu fæstir félag- anna í nýstofnaða félaginu státað af viðlíka áhuga og því færri sem lengur leið. En nafni Margrétar á eftir að bregða rækilega fyrir sfðar í þessum þætti. Nú hefi ég rakið svo sem mér er unnt upphafssögu Skógræktar- félags Heiðsynninga og tildrögin að stofnun þess. Þótt óþarft sé að greina frá starfsemi þess frá ári til árs, get ég ekki stillt mig um að grípa niður í fyrstu árs- skýrslu þess, en hún er fyrir árið 1952. Þá eru félagar 85 að tölu. „f Eyjahreppsdeild voru gróðursettar 1515 plöntur á árinu. Meirihluti þeirra var gróðursettur í félagsreit að Dalsmynni sem var girtur á árinu og mun vera um einn hektari að stærð. Nokkur hluti plantnanna var gróðursettur í trjágarða við heimili og voru sumir þeirra girtir á þessu ári. Miklaholtshreppsdeild plantaði 948 trjáplöntum og voru um 600 þeirra gróðursettar við félagsheimilið Breiðablik og um 200 í trjáreit kvenfélagsins Lilj- unnar í Másstaðabyrgi. Af- gangurinn fór í heimilisreiti. Staðarsveitardeiid gróðursetti 97 plöntur, aðallega við kirkjuna á Staðarstað. Nokkuð var girt af trjáreitum við bæi f öllum félagsdeildum. Einn almennur félagsfundur var haldinn á árinu. Þar mætti skógræktarstjóri ásamt skógar- verði Vesturlands (Daníel á Hreðavatni) og flutti erindi og sýndi kvikmyndir. Tveir stjórnar- fundir voru haldnir á árinu og mætti skógarvörður Vesturlands á þá báða. Auk þess ferðaðist hann milli félagsdeildanna og leiðbeindi um gróðursetningu plantna. Formaður félagsins (Þórður á Ölkeldu) fórtil Noregs ásamt öðru skógræktarfólki". Fleira verður ekki rakið úr þessari fyrstu starfsskýrslu félagsins. Hún er skráð hér til fróðleiks um fyrstu spor Heið- synningafélagsins í skógrækt. Ekki er mér fuilkunnugt um afdrif þeirra plantna sem gróðursettar voru af mikilli bjartsýni vorið 1952, nema hvað engin þeirra 600 plantna sem stungið var í jörð við félagsheimilið Breiðablik sá ljós næsta vors og hafa ekki verið gerðar frekari tilraunir til Aðalfundargestir í Hofsstaðasko'gi. Fremst á myndinni er Ragnar Olgeirsson. Mynd: B.). 50 SKÓGRÆKTARRITIÐ 2006
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.