Skógræktarritið - 15.05.2006, Page 52
V/ð vígslu Margrétarlundar ílandi Hrossholts haustið 2005. Margrét ásaml börnum og
öðrum afkomendum. Mgnd: Einar Gunnarsson.
náð mínum eyrum, en vel má
vera að hún hafi eigi að síður átt
sér stað.
Niðurlagsorðin íbréfi Hákon-
ar um áhuga Margrétar í Dals-
mynni eru mjög svo verðskulduð,
en því miður gátu fæstir félag-
anna í nýstofnaða félaginu státað
af viðlíka áhuga og því færri sem
lengur leið.
En nafni Margrétar á eftir að
bregða rækilega fyrir sfðar í
þessum þætti.
Nú hefi ég rakið svo sem mér
er unnt upphafssögu Skógræktar-
félags Heiðsynninga og tildrögin
að stofnun þess. Þótt óþarft sé
að greina frá starfsemi þess frá
ári til árs, get ég ekki stillt mig
um að grípa niður í fyrstu árs-
skýrslu þess, en hún er fyrir árið
1952. Þá eru félagar 85 að tölu.
„f Eyjahreppsdeild voru
gróðursettar 1515 plöntur á
árinu. Meirihluti þeirra var
gróðursettur í félagsreit að
Dalsmynni sem var girtur á árinu
og mun vera um einn hektari að
stærð. Nokkur hluti plantnanna
var gróðursettur í trjágarða við
heimili og voru sumir þeirra girtir
á þessu ári.
Miklaholtshreppsdeild
plantaði 948 trjáplöntum og voru
um 600 þeirra gróðursettar við
félagsheimilið Breiðablik og um
200 í trjáreit kvenfélagsins Lilj-
unnar í Másstaðabyrgi. Af-
gangurinn fór í heimilisreiti.
Staðarsveitardeiid gróðursetti
97 plöntur, aðallega við kirkjuna
á Staðarstað. Nokkuð var girt af
trjáreitum við bæi f öllum
félagsdeildum.
Einn almennur félagsfundur
var haldinn á árinu. Þar mætti
skógræktarstjóri ásamt skógar-
verði Vesturlands (Daníel á
Hreðavatni) og flutti erindi og
sýndi kvikmyndir. Tveir stjórnar-
fundir voru haldnir á árinu og
mætti skógarvörður Vesturlands
á þá báða. Auk þess ferðaðist
hann milli félagsdeildanna og
leiðbeindi um gróðursetningu
plantna.
Formaður félagsins (Þórður á
Ölkeldu) fórtil Noregs ásamt
öðru skógræktarfólki".
Fleira verður ekki rakið úr
þessari fyrstu starfsskýrslu
félagsins. Hún er skráð hér til
fróðleiks um fyrstu spor Heið-
synningafélagsins í skógrækt.
Ekki er mér fuilkunnugt um afdrif
þeirra plantna sem gróðursettar
voru af mikilli bjartsýni vorið
1952, nema hvað engin þeirra
600 plantna sem stungið var í
jörð við félagsheimilið Breiðablik
sá ljós næsta vors og hafa ekki
verið gerðar frekari tilraunir til
Aðalfundargestir í Hofsstaðasko'gi. Fremst á myndinni er Ragnar Olgeirsson. Mynd: B.).
50
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2006