Skógræktarritið - 15.05.2006, Side 53

Skógræktarritið - 15.05.2006, Side 53
skógræktar á lóð félagsheimilis- ins. Þarna ollu auðvitað ákaflega óhentug skilyrði hvað jarðveg snerti, ásamt mjög svo takmark- aðri þekkingu á þörfum og aðþúnaði viðkvæmra nýgræðing- anna. Annars staðar gekk mun betur, og til þessa vors má rekja upphafið að þeim litlu skógar- lundum sem sums staðar má sjá viðbæi. Betur hefur og eflaust farið fyrir þeim plöntum sem niður voru settar í hentugra land og af meiri natni, t.d. í Dalsmynni og Másstaðaþyrgi. Næstu árin var dreifingu og gróðursetningu plantna hagað með líkum hætti, en vorið 1956 var fyrst plantað þar sem nú er Hofsstaðaskógur, eða Hofs- staðareitur, hvort nafnið sem menn kjósa að hafa. Þá höfðu þau höfðingshjón á Hofsstöðum, Eggert Kjartansson og Sigríður Þórðardóttir gefið hinu unga skógræktarfélagi 12,5 hektara af landi sínu og hafði það nú verið girt. Land þetta er að stærstum hluta í löngum ási, hallandi mót suðaustri og að nokkru vöxnum gömlu kjarri, en lynggróðri á milli og er hið vænlegasta til skóg- ræktar svo sem reynslan hefur sýnt. Nokkur hluti landsins er votlend mýri og hefur litlu sem engu verið í hana plantað. Hér finnst mér ég þurfa að gera lítinn krók á þessa frásögn mína og geta frumkvæðis kvenfélagsins Liljunnar f Miklaholtshreppi í skógræktarmálum í héraði því sem hér er um fjallað. Hér hefur þegar verið sagt frá gróður- setningu skógræktarfélagsins f trjáreit þess fyrsta árið og áfram var haldið að planta f hann uns nýtt land var fengið. Ég lengi ekki mál mitt með forsögunni að þvf dugnaðarátaki kvenfélags- kvennanna að koma sér upp þeim myndarlega og stóra reit sem hann er, en það er fögur saga sem væri þess verð að geymast. í Hlín, ársriti íslenskra kvenna, árg. 1947, er smápistill frá einni félagskonunni, undirritaður M svohljóðandi: „ — síðastliðið haust var girtur nokkuð stór blettur sem félaginu var gefinn, þar sem við ætlum að rækta skóg ogblóm,- Áblettinum ertals- vert birkikjarr — ", Stærð bletts- ins mun raunar skipta mörgum hekturum og gefendur voru þau sömu hjón og frá var sagt að gáfu Skógræktarfélagi Heiðsynninga landið til sinnar starfsemi. Þessar stóru gjafir, gefnar af góðum huga og rausnarskap, hafa sjálfsagt verið þakkaðar að verðleikum, en síst óskuðu þau Hofsstaðahjón þess að þær væru í hámælum hafðar. Slíkvar kurteisi þeirra og hógværð. Eftir að eignarland félagsins hafði verið girt var nær eingöngu plantað í það, en áfram héldu kvenfélagskonur gróðursetningu í Másstaðabyrgi um alllangt skeið. Féll starf Skógræktarfélags Heiðsynninga nú í fastan farveg næstu árin. Sfðla vetrar 1963 var girt af 15 hektara spilda úr Iandi Bjarnar- foss í Staðarsveit og hafði félag- inu áskotnast hún að gjöf. Þá höfðu um nokkurra ára bil verið til athugunar ýmsir kostir aðrir í Staðarsveit. Árið 1958 er t.d. íhugað að girða af spildu úr landi Þorgeirsfells, sem myndi þá hafa verið látin f té án endurgjalds, og árið eftir kemur til athugunar að taka við Búðagirðingu með ein- hverjum hætti. Af hvorugu varð þó, og varð niðurstaðan sú sem að framan greinir. Á næstu árum var áhersla lögð á gróðursetn- ingu í Bjarnarfosslandi, en dregið úr henni um árabil f Hofsstaða- skógi. Rúmsins vegna er ekki hægt að segja af nákvæmni frá þvf ræktunarstarfi sem fram fór á vegum félagsins , en ljóst er af skýrslum að árið 1980 er búið að gróðursetja um 33 þúsund plöntur f Hofsstaðaskógi og 34 þúsund plöntur hafa verið komnar í jörð í Bjarnarfoss- girðingu 1985. Þaðárvarsú girðing dregin nokkuð saman (minnkuð), sumpart vegna snjóþyngsla og skriðuhættu. Nær eingöngu var plantað í Sturla Böðvarsson samgönguráðherra flutti ávarp í tilefni afopnun skógar á Hofsstöðum. Mynd: B.|. SKÓGRÆKTARRITIÐ 2006 51
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.