Skógræktarritið - 15.05.2006, Side 57
Soffía Arnþórsdóttir
flhrif beitar á tföxt
íslenska birkisins
Skógar framleiða mikinn lífmassa
gróðurs, sem að hluta er nýttur af
ýmiss konar náttúrlegum beitar-
dýrum. Hér á landi eru skógar
nýttir sem úthagar og beitarlönd
fyrir búfé, einkum sauðfé. Talið
er að birki (Betula pubescens) sé í
sókn víða um land vegna
minnkandi beitar. Birki þrífst vel
á friðuðum eða lftt beittum
svæðum og vöxtur birkis af fræi
gengur best í rjóðrum og á jaðri
friðaðra skógarsvæða. Þótt
kjarrgróður sé gróskumikill er
mikilvægt að beit og önnur
nýting gangi ekki of nærri
gróðrinum.
Beit felur í sér át plöntu eða
plöntuhluta, en lauf og árs-
sprotar trjákenndra plantna eru
gjarnan ætilegustu hlutar þeirra.
Beitardýr geta haft áhrif á
endurvöxt birkis og annarra
stórra trjákenndra plantna.
Talsvert er vitað um áhrif beitar á
íslenskan gróður.1 f fyrstu breytir
beitin þekju og samsetningu
kjarrgróðurs en sfðar getur þung
beit ýtt undir jarðvegseyðingu.
Þá er það þekkt að sauðfé sækir
meira í kjarrið, þegar síður er völ
á safaríkari jurtum og grösum. ”
Mörg býli á Norðausturlandi,
m. a. í Þingeyjarsýslum, byggja á
sauðfjárbeit í kjarrlendi. Kjarr-
svæði á Norðausturlandi hafa að
líkindum verið harðbýl en þó er
kjarrið jafnframt gjöfult land (1.
mynd). Mikið beitarálag er enn
víða í skógum en algengur beitar-
tími er frá miðju sumri fram á
haust. Fjalldrapi (Betuía nana) og
birki þola beitina betur en
loðvíðir (Salix lanata) og gulvíðir
(Salix pfiylicifolia). Rýrnun skóga á
Norðausturlandi ertalin hafa
orðið bæði vegna beitar og
viðartöku.4 Fjárbeit á kjarri-
vöxnum úthaga hér á landi á sér
hliðstæður á Suðvestur-Græn-
landi og nyrst í Noregi. En í
Lapplandshéruðum Noregs,
Svíþjóðar og Finnlands eru
víðlend kjarrsvæði hagar fyrir
hreindýr.
Víðast hvar hérlendis er
sauðfé beitt á úthaga, einkum
eru vfðáttumiki 11 beitarlönd af
þessu tagi á Norðausturlandi (2.
mynd). Þekkt er að sauðfé bítur
oft frekar grös og jurtkenndar
plöntur en trjákenndar plöntur.
Þó er beit allnokkur á trjákennd-
um tegundum, eins og birki og
víði, á svæðum þar sem þessar
tegundir eru ríkjandi. Sauðfé
bítur þá helst nýja sprota og lauf,
svo og ungar birkiplöntur. Meðal
villtra dýra, sem nærast á blöð-
um, sprotum og reklum birkis eru
fjölmörg spendýr, fuglar og
skordýr.5,6