Skógræktarritið - 15.05.2006, Síða 57

Skógræktarritið - 15.05.2006, Síða 57
Soffía Arnþórsdóttir flhrif beitar á tföxt íslenska birkisins Skógar framleiða mikinn lífmassa gróðurs, sem að hluta er nýttur af ýmiss konar náttúrlegum beitar- dýrum. Hér á landi eru skógar nýttir sem úthagar og beitarlönd fyrir búfé, einkum sauðfé. Talið er að birki (Betula pubescens) sé í sókn víða um land vegna minnkandi beitar. Birki þrífst vel á friðuðum eða lftt beittum svæðum og vöxtur birkis af fræi gengur best í rjóðrum og á jaðri friðaðra skógarsvæða. Þótt kjarrgróður sé gróskumikill er mikilvægt að beit og önnur nýting gangi ekki of nærri gróðrinum. Beit felur í sér át plöntu eða plöntuhluta, en lauf og árs- sprotar trjákenndra plantna eru gjarnan ætilegustu hlutar þeirra. Beitardýr geta haft áhrif á endurvöxt birkis og annarra stórra trjákenndra plantna. Talsvert er vitað um áhrif beitar á íslenskan gróður.1 f fyrstu breytir beitin þekju og samsetningu kjarrgróðurs en sfðar getur þung beit ýtt undir jarðvegseyðingu. Þá er það þekkt að sauðfé sækir meira í kjarrið, þegar síður er völ á safaríkari jurtum og grösum. ” Mörg býli á Norðausturlandi, m. a. í Þingeyjarsýslum, byggja á sauðfjárbeit í kjarrlendi. Kjarr- svæði á Norðausturlandi hafa að líkindum verið harðbýl en þó er kjarrið jafnframt gjöfult land (1. mynd). Mikið beitarálag er enn víða í skógum en algengur beitar- tími er frá miðju sumri fram á haust. Fjalldrapi (Betuía nana) og birki þola beitina betur en loðvíðir (Salix lanata) og gulvíðir (Salix pfiylicifolia). Rýrnun skóga á Norðausturlandi ertalin hafa orðið bæði vegna beitar og viðartöku.4 Fjárbeit á kjarri- vöxnum úthaga hér á landi á sér hliðstæður á Suðvestur-Græn- landi og nyrst í Noregi. En í Lapplandshéruðum Noregs, Svíþjóðar og Finnlands eru víðlend kjarrsvæði hagar fyrir hreindýr. Víðast hvar hérlendis er sauðfé beitt á úthaga, einkum eru vfðáttumiki 11 beitarlönd af þessu tagi á Norðausturlandi (2. mynd). Þekkt er að sauðfé bítur oft frekar grös og jurtkenndar plöntur en trjákenndar plöntur. Þó er beit allnokkur á trjákennd- um tegundum, eins og birki og víði, á svæðum þar sem þessar tegundir eru ríkjandi. Sauðfé bítur þá helst nýja sprota og lauf, svo og ungar birkiplöntur. Meðal villtra dýra, sem nærast á blöð- um, sprotum og reklum birkis eru fjölmörg spendýr, fuglar og skordýr.5,6
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Skógræktarritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.