Skógræktarritið - 15.05.2006, Page 58

Skógræktarritið - 15.05.2006, Page 58
Stór skógarsvæði hafa eyðst vegna búfjárbeitar og annarrar landnýtingar.7 í nágrannalöndum okkar hefur orðið sambærileg skógareyðing meðal annars vegna ágangs beitardýra.8g Hér á landi eins og vfða annars staðar hafa skógar verið endurheimtir með friðun.10 Engu að síður er sjálfbær nýting oft raunhæfara markmið en algjör friðun. Vöxtur plantna takmarkast af gæðum í umhverfinu." Bæði næringarefni í jarðvegi, birta til ljóstillífunar og innri forði plöntunnar takmarka endurvöxt plantna eftir beit.1213 Þörf er meiri upplýsinga um vöxt birkis eftir beit.14 Birki framleiðir einnig varnarefni gegn beit'5 en þó virðist birkið hér framleiða minna af varnarefnum en finnskt birki.16 f þessari grein er sérstaklega spurt um áhrif sauðfjár á birkið, en nokkuð er einnig vitað um áhrif annarra jórturdýra, t. d. hreindýra, á birkið. I7',s Beitardýr geta haft bein áhrif á vöxt og fræframleiðslu birkis.19,20 Búfé fjarlægir brum, lauf og sprotaenda og getur þannig haft áhrif á vöxt birkisins. Rannsóknir benda til þess að árstími beitar hafi töluverð áhrif á sfðari vöxt og fræframleiðslu. Hér á Iandi getur beit valdið auknum skaða snemma að vori.21 Afföll eru á ungum birkiplöntum íbeitarlandi22 en beit á eldra birki getur einnig haft áhrif á vöxt og fræframleiðslu. Beit er meðal þeirra þátta sem móta vöxt plantna í náttúrlegum vistkerfum. Hófleg beit þarf ekki að draga verulega úr framleiðni gróðurs, enda þótt mikil beit skaði gróðurinn. Þegar beitardýr ganga á kjarri hafa þau áhrif á náttúrlegar fæðukeðjur. Fjöldi búfjár er þó ákveðinn af mönnum, sem þurfa að hafa þekkingu á áhrifum beitarþunga til lengri tfma litið. Beitaráhrif búfjár eru meðal margra þátta sem geta takmarkað vöxt gróðurs á norðurslóðum,23 en slík áhrif tengjast jafnframt búsetu manna. Markmið rannsóknanna sem hér er lýst var annars vegar að fá yfirsýn yfir mikilvægi beitar fyrir birkiskógasvæði á Norðaustur- landi og hins vegar að kanna áhrif beitar á birki í beittum og friðuðum skógum í Fnjóskadal. Hliðstæðar rannsóknir á land- nýtingu á birkiskógum hafa ekki áður verið gerðar hér á landi. 1. mynd. Birki í]ökulsárgljúfrum. Ljósm. Helgi Hallgrímsson. 56 SKÓGRÆKTARRITIÐ 2006
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.