Skógræktarritið - 15.05.2006, Blaðsíða 59
2. mynd. íslenskt sauðfé. Ljósm. höf.
Svæði og aðferðir
í Fnjóskadal og víðar á
Norðausturlandi eru enn miklir
náttúrlegir birkiskógar. Helstu
skógar í Fnjóskadal eru: Þórðar-
staðaskógur, Belgsárskógur,
Sigríðarstaðaskógur, Háls- og
Vaglaskógur, Melaskógur,
Skuggabjargaskógur og Reykja-
skógur. Skógarnir eru ýmist
beittir eða friðaðir. f skóginum á
sér stað öflug frumframleiðsla,
með vexti trjáa og margs konar
skógargróðurs. Ástand skóganna
telst vera gott en þó er botn-
gróður ríkulegri í friðuðum skóg-
um. Auk birkis er runnagróður
aberandi í skógum á Norðaustur-
landi, mikið er af fjalldrapa,
gulvfði og loðvíði, auk fjölbreytts
gróðurs f skógarbotni, rjóðrum
og jaðri þar sem vaxa lyngteg-
undir, háplöntur og mosar.24
Birkiskógará Norðausturlandi
eru víðast hvar nýttir sem
beitarlönd fyrir sauðfé. Hófleg
beit dregur ekki endilega úr
framleiðni gróðurs, enda þótt
mikil beit geti skaðað gróður.
Fjöldi búfjár er ákvarðaður af
bændum, sem þurfa að hafa
þekkingu á áhrifum beitarþunga.
Beitaráhrif búfjár á birki tengjast
búsetu, hvort land er enn nýtt og
því hversu mikið beitarálag er á
kjarrsvæðum. Rannsóknir á
áhrifum beitar á birki fóru fram á
svæðum á Norðausturlandi, en
mesta rannsóknarátakið var í
Fnjóskadal (3. mynd).
Hér er lýst tveim þáttum
rannsókna á mikilvægi beitar fyrir
birki á Norðausturlandi. Upp-
lýsingar um beitarnýtingu á
svæðum f Þingeyjarsýslum
fengust úr könnun meðal bænda.
Gagna var aflað um fjölda fjár í
skógum á einstökum býlum og
stærð þeirra birkisvæða sem nýtt
eru til beitar. Vorið 2002 voru
send út eyðublöð til tæplega 185
bænda og annarra sem kunnugir
voru skógarjörðum á Norðaustur-
landi og bárust svör frá 89
aðilum eða 48% þeirra sem fengu
könnunina senda, sem telst
sæmilegt hlutfall svara.
Einnig er hér fjallað um
tilraunir sem fóru fram á þremur
skógarsvæðum, í Þórðarstaða-
skógi, Belgsárskógi og Sigríðar-
staðaskógi. Lýst ertilraunum
með áhrif beitarálags á endur-
vöxt birkis, en tilraunirnar voru
gerðar með því að líkja eftir beit
með klippingum á birki í skógum
í mismunandi landnýtingu.
Beitarfriðaða svæðið var í
Þórðarstaðaskógi en Belgs-
árskógur og Sigríðarstaðaskógur
eru beittir skógar. Tilraunirnar
voru gerðar bæði á smávöxnu og
meðalstóru birki. Mælingar á
smávöxnu birki, sem var um 50
3. mynd. Birki í Þo'rðarstaðaskógi. Lfósm. fiöf.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2006
57