Skógræktarritið - 15.05.2006, Page 61
eftir áhrifum beitarhlutfalls, kom
í ljós að töluverð áhrif eru af beit
á vöxt birkis. Þó fóru áhrif beitar
eftir stærð birkiplantna, hvort
þær uxu í friðuðum eða beittum
skógi og hversu mikill hluti
plöntunnar er fjarlægður við beit.
Hátt klippingarhlutfall hafði
fyrst og fremst jákvæð áhrif á
fjölgun laufa hjá meðalstóru birki
á friðuðu landi í Þórðarstaða-
skógi (F=2,689, P < 0,05). Lauf-
framleiðsla var meiri á klipptum
plöntum en óklipptum (6. mynd).
Á svipaðan hátt var meiri fjölgun
á brumum yfir sumarið hjá
meðalstóru birki í hærra
beitarhlutfalli (F=2,48, P < 0,05,
7. mynd). Smávaxið birki á
friðuðu landi brást ekki við
klippingum á sama hátt og
meðalstórt birki. Samsvarandi
jákvæð svörun átti sér ekki stað
þegar áhrif klippinga á smærri
birkiplöntur voru skoðuð (8.
mynd). Einhver jákvæð svörun
kann að verða við lágu beitar-
hlutfalli hjá smávöxnu birki í
friðuðum skógi, en þetta eykst
ekki með auknu álagi (F=2,42, P <
0,05). Smávaxið birki á beittu
landi í Belgsárskógi nær ekki að
bæta sér upp skaða vegna beitar
(9. mynd), áhrif beitar að vorlagi
á síðari vöxt eru fremur neikvæð
(F=2,444, P< 0,05). Engin
merkjanleg áhrif (P > 0,05) voru
af beitarmeðferð á meðalstórt
birki í Sigríðarstaðaskógi, sem er
beittur skógur.
Umræða
I þessari rannsókn hefur verið
sýnt fram á að beit hefur áhrif á
vöxt birkis. Birkið kann að geta
bætt fyrir takmarkaðan beitar-
skaða en ljóst er að hátt
beitarálag dregur úr vexti.
Þannig gátu plöntur í beittum
skógi ekki bætt upp beitarskaða
að vori. Stórvaxið birki þolir
beitina betur en smærri plöntur.
90 -i
0% 25% 50% 75%
klipping
7. mynd. Breyting á fjötda bruma á meðalstóru birki í Þórðarstaðaskógi. Þórðarstaðaskógur
er friðaður skógur.
250 n
0% 25% 50% 75%
klipping
8. mynd. Áfirif beitarhlutfalls á heildarlauffjtílda smávaxins birkis í Þórðarstaðaskógi.
Þórðarstaðaskógur er friðaður skógur.
9. mynd. Áhrif beitar á fitílda greina hjá smávtíxnu birki í Belgsárskógi. Belgsárskógur er
beitlur skógur.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2006
59