Skógræktarritið - 15.05.2006, Side 62

Skógræktarritið - 15.05.2006, Side 62
Beitardýr fjarlægja brum, lauf og sprotaenda af birkinu og geta þar með einnig haft áhrif bæði á vöxt og vaxtarform. Hófleg beit þarf ekki að leiða til mikillar rýrnunar á framleiðni kjarrgróðurs, enda þótt mikil beit geti verið skaðleg. Ljóst er að greinilegur munur er á svörun birkis af mismunandi stærð við beit og hvort um er að ræða birki í friðuðum eða beittum skógi. Þá eru langtímaáhrif beitar á kjarrgróður greinileg og ljóst að vöxtur birkis er minni á beittu landi en friðuðu. Beit og traðk sauðfjár getur haft mikil áhrif á smávaxnar birkiplöntur, sem eftirsóttar eru af fé. Einnig getur dregið úr vexti stærri trjáa og aukast áhrifin við aukna beit. Þrátt fyrir að á Norð- austurlandi megi finna mörg skógarsvæði í góðu ástandi má einnig finna ummerki um mikla skógareyðingu, eins og staði þar sem skóga er aðeins að finna út í hólmum, þangað sem sauðfé kemst ekki. Við friðun skógarleifa getur birkið náð sér á strik furðu- fljótt, fræin dreifast með vatni og vindum út frá móðurplöntunni og spfra fljótt við hagstæðar aðstæður. Minnkandi beit á síðustu tveimur áratugum hefur trúlega stuðlað að endurheimt skóglenda á Norðausturlandi. Fremur mikil beit f skógunum bendir til að bændur telji skóg- ana gjöfula og ákjósanlega til beitar. Það er greinilegt að sauðfjárbúskapur er enn algengur á birkijörðum. Enda þótt bú- skaparhættir séu mismunandi á jörðum bænda er ljóst að tölu- vert hefur dregið úr beit. Fjail- drapi, sem er norðlægari en birkið, og vex á fremur deigu landi er vfða ríkjandi á Norð- austurlandi, það er einnig þekkt að sauðfé bítur fjalldrapann.25 Áhugavert er að kanna sérstak- lega mikilvægi beitar fyrir fjall- drapann, en rannsóknir í nágrannalöndunum benda til að hreindýrabeit hafi mikil áhrif á útbreiðslu þessarar tegundar.26 í lokin má segja að hófleg nýting skóganna sé æskileg, hvort heldur er til beitar búfjár eða útivistar, og oft vænlegri kostur en algjör friðun. Þakkir Ég þakka Önnu Bragadóttur, Sesselju G. Sigurðardóttur og Elin Larsson fyrir aðstoð á vettvangi. Elínborgu Þorgrfms- dóttur er þökkuð aðstoð vegna könnunar á nýtingu skóga. Ég þakka samvinnuaðilum innan Evrópska samstarfsverkefnis, HIBECO, en verkefnið var styrkt af 5. rannsóknaáætlun Evrópu- sambandsins. Akureyrarsetri Náttúrufræðistofnunar íslands er þakkað fyrir aðstöðu og annan stuðning við fslenska hluta verkefnis. Nýsköpunarsjóður námsmanna, Leonardoáætlun Evrópusambandsins, Háskólinn á Akureyri og Skógrækt ríkisins studdu einnig þetta verkefni.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.