Skógræktarritið - 15.05.2006, Page 67
Ólafur Eggertsson
Fornskógurinn í Fljótshlíð
Inngangur
Við eyrar Þverár í Fljótshlíð er að
finna einna best varðveittu
fornskógaleifar á landinu (mynd
1). Svæðið tilheyrir Auraseli sem
var byggt út úr Lambeyjarlandi.
En sú jörð fór í eyði árið 1702,
vegna ágangs vatns og sandfoks.
Staðurinn nefnist Drumbabót en
í örnefnaskrá Aurasels stendur
„Þar austur af, og heim undir bæ,
er graslendi, sem heitir Drumba-
bætur. Nafnið er dregið af því að
þar hafa í uppblæstri komið í ljós
miklar og gildar skógarrætur"
(Kristinn jónsson, Staðarbakka,
munnleg heimild).
í Árbók hins íslenska forn-
leifafélags frá 1902 er grein um
rannsóknir Brynjúlfs Jónssonar
frá 1901 á Markarfljóti og ám í
Fljótshlíð. Þar stendur; „Þá
fundust þar dýpst undir bökk-
unum, viðarstofnar miklir, er allir
voru ófúnir og fastir á rótum en
lágu nær flatir til vesturs. Og þá
er Þverá gróf Rásina fundust þar
samskonar viðarstofnar, bæði
langir og digrir. Var einn þeirra
hafður fyrir bita í smiðjuna í
Teigi, en seinna var honum flett
og hann hafður fyrir rafta. Er
annar þeirra þar enn eða örmull
af honum”. Brynjúlfurgreinir
einnig frá Benidikt nokkrum
Diðrikssyni sem hafði fjár-
geymslu á aurunum. Hann
sagðist oft hafa fundið þar í
sandinum ófúna trjástofna, langa
og digra. Eitt tré fann hann sem
hafði rætur á öðrum endanum en
greinará hinum. Hann greinir
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2006,
VS*
.VV. r
■
\ \
:;sk-v:
65